Útúrsnúningar Fréttablaðsins um laun dómara Skúli Magnússon skrifar 5. febrúar 2016 11:30 Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar