Embættismenn á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að 32 ráðherrar taki sæti í nýrri þjóðstjórn í Líbíu. Stjórninni er ætlað að sætta stríðandi fylkingar í landinu.
Í frétt Reuters kemur fram að sérstakt forsetaráð, sem skipað er níu mönnum, verði með aðsetur í nágrannaríkinu Túnis.
Ástandið í Líbíu hefur verið mjög óstöðugt frá falli einræðisherranns Muammar Gaddafi árið 2011. Frá árinu 2014 hafa tvær ríkisstjórnir stýrt landinu, öllur í Trípolí og hin í Tobruk.
Vonast er til að ný stjórn komi til með að stöðva framgang hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu og koma á stöðugleika. Margir hafa þó lýst yfir efasemdum vegna nýju stjórnarinnar og benda á að margir hópar í landinu eigi þar ekki fulltrúa.
Ný þjóðstjórn í Líbíu tekur við völdum
Atli Ísleifsson skrifar
