Renault ætlar að breyta 700.000 bílum til að minnka mengun þeirra Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 14:50 Renault Captur Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent
Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent