Bílaframleiðsla í Bretlandi aukist um 10% í ár Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 11:34 Honda verksmiðja í Bretlandi. Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Brexit Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent
Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims.
Brexit Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent