Bjargar tveimur börnum með ótrúlegu snarræði Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 12:50 Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent
Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent