Nýr og uppfærður Mazda3 frumsýndur í janúar Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 09:06 Nýr framendi, ný framljós, nýtt grill og stuðari hefur breytt ásýnd Mazda3. Mazda3 sem síðustu ár hefur verið einn vinsælasti bíllinn á Íslandi er nú væntanlegur í nýrri og uppfærðri útfærslu. Útlit og innrétting eru uppfærð ásamt ýmsum tæknilegum nýjungum. Helstu breytingar eru nýr og breyttur framendi, ný framljós, nýtt grill og stuðari sem undirstrika sterkan og kröftugan karakter Mazda3. Í innra rými bílsins er nýtt mælaborð, uppfært margmiðlunarkerfi og rafdrifin handbremsa er nú staðalbúnaður Mazda 3. Þar með losnar mikið af plássi í miðjustokk bílsins sem nýtist sem aukið geymslurými.Ný tækni - enn betri aksturseiginleikar - enn meiri þægindiMeð nýjum Mazda3 er kynnt til sögunnar nýtt og fullkomið stýrikerfi, svokallað „G-Vectoring Control „(GVC) sem gerir tengingu ökumanns og bíls enn nánari. GVC minnkar þörf ökumanns til að vera stöðugt að leiðrétta stýrisstefnu og minnkar þar með óumbeðnar hreyfingar hjá ökumanni og farþegum. Kerfið stuðlar þannig að enn betri aksturseiginleikum og eykur vellíðan allra farþega um borð. GVC kerfið stýrir ýmsum kerfum bílsins eins og vélartölvu, t.a.m með breytingu á togkrafti vélar, stýrissvörun og mörgu fleira. Markmiðið er að ökutækið hafi sem best veggrip og þyngdardreifing og G-þyngdarkraftar hafi sem minnst áhrif á ökuhæfni bíls og ökumanns.Enn öruggari en áðurMeð nýjum Mazda3 kynnir Mazda á Íslandi – Brimborg, einnig uppfærslur á öryggiskerfi bílsins. Má þar nefna uppfært snjallneyðarhemlunarkerfi ( Smart City Brake Support) sem nú greinir einnig gangandi umferð og bremsar sjálfvirkt ef stefnir í árekstur við ökutæki eða gangandi vegfarendur. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Mazda3 sem síðustu ár hefur verið einn vinsælasti bíllinn á Íslandi er nú væntanlegur í nýrri og uppfærðri útfærslu. Útlit og innrétting eru uppfærð ásamt ýmsum tæknilegum nýjungum. Helstu breytingar eru nýr og breyttur framendi, ný framljós, nýtt grill og stuðari sem undirstrika sterkan og kröftugan karakter Mazda3. Í innra rými bílsins er nýtt mælaborð, uppfært margmiðlunarkerfi og rafdrifin handbremsa er nú staðalbúnaður Mazda 3. Þar með losnar mikið af plássi í miðjustokk bílsins sem nýtist sem aukið geymslurými.Ný tækni - enn betri aksturseiginleikar - enn meiri þægindiMeð nýjum Mazda3 er kynnt til sögunnar nýtt og fullkomið stýrikerfi, svokallað „G-Vectoring Control „(GVC) sem gerir tengingu ökumanns og bíls enn nánari. GVC minnkar þörf ökumanns til að vera stöðugt að leiðrétta stýrisstefnu og minnkar þar með óumbeðnar hreyfingar hjá ökumanni og farþegum. Kerfið stuðlar þannig að enn betri aksturseiginleikum og eykur vellíðan allra farþega um borð. GVC kerfið stýrir ýmsum kerfum bílsins eins og vélartölvu, t.a.m með breytingu á togkrafti vélar, stýrissvörun og mörgu fleira. Markmiðið er að ökutækið hafi sem best veggrip og þyngdardreifing og G-þyngdarkraftar hafi sem minnst áhrif á ökuhæfni bíls og ökumanns.Enn öruggari en áðurMeð nýjum Mazda3 kynnir Mazda á Íslandi – Brimborg, einnig uppfærslur á öryggiskerfi bílsins. Má þar nefna uppfært snjallneyðarhemlunarkerfi ( Smart City Brake Support) sem nú greinir einnig gangandi umferð og bremsar sjálfvirkt ef stefnir í árekstur við ökutæki eða gangandi vegfarendur.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent