Starfsfólki gæti fjölgað um 2.000 á hálfu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 10:55 Búast má við langmestri fjölgun starfsmanna í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu á næstu sex mánuðum. Vísir/GVA Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins endurspegla góðar aðstæður í atvinnulífinu. Meta stjórnendur aðstæður með svipuðum hætti og á árabilinu 2004-2007. Vinnuaflsskortur er nokkur þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hann hefur þó ekki farið vaxandi frá síðustu könnun. Búast má við tæplega tvö prósent fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 2,0 prósent verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að innlend aðföng hækki um rúmlega 1 prósent. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa minnkað og eru minni en þær hafa verið síðastliðin sex ár.Góður gangur í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn í hæstu hæðum eins og undanfarið ár. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda, 83 prósent, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 2 prósent að þær séu slæmar. Sjávarútvegurinn sker sig úr í samanburði atvinnugreina þar sem 12 prósent stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja aðstæður slæmar sem rekja má til sterks gengis krónunnar.Aðstæður gætu enn batnaðStjórnendur eru almennt sammála um að staðan í atvinnulífinu verði jafngóð eða betri eftir sex mánuði. Tæplega fjörutíu prósent telja að aðstæður batni, 52 prósent að þær verði óbreyttar en 9 prósent að þær versni. Minnst bjartsýni á framvinduna er meðal stjórnenda í sjávarútvegi, þar sem 28 prósent þeirra telja að aðstæður muni versna, en einnig ber á áhyggjum í byggingariðnaði, þar sem 15 prósent stjórnenda telja að aðstæður versni, og í flutningum og ferðaþjónustu þar sem 11 prósent telja að ástandið versni. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki.Fréttablaðið/VilhelmSkortur á starfsfólki fer ekki vaxandiSkortur á starfsfólki er óbreyttur frá síðustu könnun sem gerð var í maí sl. og telja 42 prósent stjórnenda skort ríkja á starfsfólki. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki, en um 40 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi, sjávarútvegi og þjónustugreinum.Starfsmönnum gæti fjölgað um 2.100 á næstu 12 mánuðumRúmlega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Tæp fjöurtíu prósent stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 5 prósent sjá fram á fækkun en 58 prósent búast við óbreyttum fjölda. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,8 prósent á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðum. Sem fyrr er búist við langmestri fjölgun í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu.Innan við helmingur með fullnýtta framleiðslugetuTæplega helmingur stjórnenda, 46 prósent, telur ekki vandasamt að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn eða sölu, sem er svipuð niðurstaða og fyrir hálfu ári síðan. Ástandið er erfiðast í byggingariðnaði. Ekki er búist við því að þessar aðstæður breytist næstu sex mánuði.Búast við heldur meiri hagnaði á þessu áriTöluvert fleiri stjórnendur búast við meiri hagnaði á þessu ári miðað við síðastliðið ár en þeir sem búast við að hann minnki. Um 39 prósent stjórnenda búast við að hagnaður fyrirtækjanna sem þeir stjórna, sem hlutfall af veltu, aukist milli ára en 19 prósent að hann minnki. Meirihluti stjórnenda í sjávarútvegi búast við minni hagnaði og 25 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Bjartsýni um aukinn hagnað er mest í verslun og þjónustu.Fjárfestingar aukast mikið á árinuFjárfestingar fyrirtækjanna hafa aukist mikið á þessu ári samkvæmt könnuninni. Um 39 prósent stjórnenda segja fjárfestingar hafa aukist á árinu en 14 prósent að þær hafi minnkað miðað við árið 2015. Langmest aukning fjárfestinga er í byggingarstarfsemi og flutningum og ferðaþjónustu en aukning er í öllum atvinnugreinum nema fjármálastarfsemi.Vænta stöðugs gengis krónunnarAð jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar styrkist um 1,3 prósent næstu 12 mánuði. Tengdar fréttir Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007 Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær. 25. ágúst 2016 07:00 Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins endurspegla góðar aðstæður í atvinnulífinu. Meta stjórnendur aðstæður með svipuðum hætti og á árabilinu 2004-2007. Vinnuaflsskortur er nokkur þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hann hefur þó ekki farið vaxandi frá síðustu könnun. Búast má við tæplega tvö prósent fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 2,0 prósent verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að innlend aðföng hækki um rúmlega 1 prósent. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa minnkað og eru minni en þær hafa verið síðastliðin sex ár.Góður gangur í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn í hæstu hæðum eins og undanfarið ár. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda, 83 prósent, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 2 prósent að þær séu slæmar. Sjávarútvegurinn sker sig úr í samanburði atvinnugreina þar sem 12 prósent stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja aðstæður slæmar sem rekja má til sterks gengis krónunnar.Aðstæður gætu enn batnaðStjórnendur eru almennt sammála um að staðan í atvinnulífinu verði jafngóð eða betri eftir sex mánuði. Tæplega fjörutíu prósent telja að aðstæður batni, 52 prósent að þær verði óbreyttar en 9 prósent að þær versni. Minnst bjartsýni á framvinduna er meðal stjórnenda í sjávarútvegi, þar sem 28 prósent þeirra telja að aðstæður muni versna, en einnig ber á áhyggjum í byggingariðnaði, þar sem 15 prósent stjórnenda telja að aðstæður versni, og í flutningum og ferðaþjónustu þar sem 11 prósent telja að ástandið versni. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki.Fréttablaðið/VilhelmSkortur á starfsfólki fer ekki vaxandiSkortur á starfsfólki er óbreyttur frá síðustu könnun sem gerð var í maí sl. og telja 42 prósent stjórnenda skort ríkja á starfsfólki. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki, en um 40 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi, sjávarútvegi og þjónustugreinum.Starfsmönnum gæti fjölgað um 2.100 á næstu 12 mánuðumRúmlega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Tæp fjöurtíu prósent stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 5 prósent sjá fram á fækkun en 58 prósent búast við óbreyttum fjölda. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,8 prósent á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðum. Sem fyrr er búist við langmestri fjölgun í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu.Innan við helmingur með fullnýtta framleiðslugetuTæplega helmingur stjórnenda, 46 prósent, telur ekki vandasamt að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn eða sölu, sem er svipuð niðurstaða og fyrir hálfu ári síðan. Ástandið er erfiðast í byggingariðnaði. Ekki er búist við því að þessar aðstæður breytist næstu sex mánuði.Búast við heldur meiri hagnaði á þessu áriTöluvert fleiri stjórnendur búast við meiri hagnaði á þessu ári miðað við síðastliðið ár en þeir sem búast við að hann minnki. Um 39 prósent stjórnenda búast við að hagnaður fyrirtækjanna sem þeir stjórna, sem hlutfall af veltu, aukist milli ára en 19 prósent að hann minnki. Meirihluti stjórnenda í sjávarútvegi búast við minni hagnaði og 25 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Bjartsýni um aukinn hagnað er mest í verslun og þjónustu.Fjárfestingar aukast mikið á árinuFjárfestingar fyrirtækjanna hafa aukist mikið á þessu ári samkvæmt könnuninni. Um 39 prósent stjórnenda segja fjárfestingar hafa aukist á árinu en 14 prósent að þær hafi minnkað miðað við árið 2015. Langmest aukning fjárfestinga er í byggingarstarfsemi og flutningum og ferðaþjónustu en aukning er í öllum atvinnugreinum nema fjármálastarfsemi.Vænta stöðugs gengis krónunnarAð jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar styrkist um 1,3 prósent næstu 12 mánuði.
Tengdar fréttir Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007 Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær. 25. ágúst 2016 07:00 Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007 Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær. 25. ágúst 2016 07:00
Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00