Ánægður yfirdýralæknir Árni Stefán Árnason skrifar 14. desember 2016 07:00 Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun