Öll í sama liðinu? Örlygur Benediktsson skrifar 16. desember 2016 15:45 Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir?
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar