Öll í sama liðinu? Örlygur Benediktsson skrifar 16. desember 2016 15:45 Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir?
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar