Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 68-65 | Stjarnan vann nágrannaslaginn Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. desember 2016 19:15 vísir/anton Stjarnan vann þriðja leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta 68-65 gegn Haukum í kvöld en með sigrinum eru Stjörnukonur komnar með gott forskot á Val og Njarðvík í fjórða sæti. Stjarnan náði snemma leiks tólf stiga forskoti og virtust gestirnir úr Hafnarfirði ekki ætla að ógna því fyrr en í lokaleikhlutanum þegar Haukakonur hófu að spila mun betri vörn. Haukakonur komust betur í takt við leikinn í öðrum leikhluta en fyrir hvert áhlaup Hafnfirðinga áttu Stjörnukonur svör og leiddu þær 45-31 í hálfleik. Góður lokasprettur í þriðja leikhluta kom Haukum inn í leikinn á ný en í fjórða leikhluta fóru þriggja stiga skot Hauka að detta og náðu þær að gera þetta að leik á ný. Náðu þær að minnka muninn niður í eitt stig þegar tvær mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki og fögnuðu Stjörnukonur því óþarfa naumum sigri eftir að hafa stýrt leiknum stóran hluta hans.Af hverju vann Stjarnan? Fyrir utan stuttan kafla þegar Haukakonur settu niður hvern þristinn á fætur öðrum var Stjarnan með góð tök á leiknum og hleypti gestunum aldrei inn í leikinn af fullum krafti. Í hvert skiptið sem Haukar náðu að setja niður 2-3 körfur í röð svaraði Stjarnan með áhlaupi og hélt forskotinu en gott forskot Stjörnunnar skilaði að lokum sigrinum. Loksins þegar áhlaup Hauka kom að lokum var tíminn ekki nægur og virtust Hafnfirðingar ekki eiga nóg á tankinum til að stela forskotinu þegar á hólminn var komið.Bestu menn vallarins? Daniella Victoria Rodriguez fór á kostum í liði Stjörnunnar í dag en ásamt því að vera stigahæst með 20 stig var hún með þrefalda tvennu í leiknum, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Hún bar sóknarleik Stjörnunnar á herðum sér lengst af í fyrri hálfleik en hún var með sextán stig af 45 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Haukakonum tókst þó að halda henni í aðeins fjórum stigum í seinni hálfleik. Ragna Margrét Brynjarsdóttir lauk leik með tvöfalda tvennu, 14 stig og 13 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst en henni gekk illa að nýta sér sóknarfráköstin til þess að setja niður auðveld skot.Tölfræðin sem vakti athygli? Kelia Shelton, erlendi leikmaður Hauka, lauk leiknum nálægt þrefaldri tvennu með 9 stig, 7 stoðsendingar og 13 fráköst. Það vekur athygli að erlendi leikmaður liðsins og eini atvinnumaðurinn sé ekki að skila meira framlagi en þetta var aðeins fjórði leikur hennar með Haukum.Hvað gekk illa? Kelia byrjaði leikinn ágætlega sóknarlega en það dróg verulega af henni á báðum endum vallarins eftir því sem leið á leikinn. Varð hún oft uppvís af því að gleyma sér í vörninni og missa af manninum en sóknarlega hitti hún lítið eftir upphafsmínúturnar. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fékk nóg um miðbik þriðja leikhluta og tók hana af velli en á sama tíma hertist varnarleikur Hauka og tóku þær smá áhlaup en hún átti þó sinn þátt í áhlaupi Hauka í fjórða leikhluta. Ingvar: Áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik„Við vorum hreint út sagt léleg í fyrri hálfleik og langt inn í þriðja leikhluta,“ sagði Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, aðspurður út í spilamennsku dagsins. „Í 30. mínútur spilum við illa en við sýnum flottan karakter í lokin og komum okkur inn í leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára leikinn.“ Eftir að hafa verið undir allan leikinn fengu Haukakonur færin til að stela sigrinum. „Við fengum tækifæri til að jafna undir lokin ásamt því að vera óheppin í sókninni þar á undan þegar boltinn dettur ekki fyrir okkur en kannski áttum við ekkert skilið úr þessum leik.“ Ingvar var ekkert að fara í felur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis framan af. „Varnarleikurinn var bara lélegur í fyrri hálfleik, það er einfalt. Það var margt sem fór úrskeiðis en við spiluðum þó ágætan varnarleik eftir að við skiptum í svæðisvörn í seinni hálfleik.“ Erlendi leikmaður Hauka, Kelia Shelton, átti erfitt í dag þrátt fyrir að daðra við þrefalda tvennu. „Ég ætlast til mun meira frá atvinnumanni liðsins. Við fáum níu stig frá henni sem er alls ekki nógu gott og hún tók sérstakar ákvarðanir undir lokin.“ Pétur: Áttum fá svör við svæðisvörn Hauka„Sigur er sigur, sama hvort það sé með einu stigi eða fimmtíu. Ég er bara feginn að fá tvö stig í dag,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur að leikslokum. „Við vorum á góðri siglingu allan leikinn, spiluðum vel en svo brugðumst við ekki nægilega vel við breytingunni í leik þeirra. Það kom upp örlítið einbeitingarleysi á þeim kafla“ Haukaliðið breytti um vörn í þriðja leikhluta og Stjörnunni gekk illa að leysa úr því. „Þær skiptu yfir í svæðisvörn, svo fara þær að hitta úr stórum skotum. Ég verð að hrósa þeim, þær eru ungt lið en með góðar skyttur og gott körfuboltalið,“ sagði Pétur og hélt áfram: „Við vorum að láta boltann ganga hægt og ekki að sækja nógu hratt og úr varð spennandi leikur. Maður reynir alltaf að búa sig undir svona kafla og við náðum að klára þetta.“ Pétur sagðist hafa verið sáttur með spilamennskuna í heild sinni. „Heilt yfir spiluðum við vel allt þar til í fjórða leikhluta, þá fór botninn úr þessu og sjálfstraustið í liðinu. Vonandi erum við komin á smá ról því stelpurnar hafa svarað vel fyrir síðasta tapleik.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Stjarnan vann þriðja leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta 68-65 gegn Haukum í kvöld en með sigrinum eru Stjörnukonur komnar með gott forskot á Val og Njarðvík í fjórða sæti. Stjarnan náði snemma leiks tólf stiga forskoti og virtust gestirnir úr Hafnarfirði ekki ætla að ógna því fyrr en í lokaleikhlutanum þegar Haukakonur hófu að spila mun betri vörn. Haukakonur komust betur í takt við leikinn í öðrum leikhluta en fyrir hvert áhlaup Hafnfirðinga áttu Stjörnukonur svör og leiddu þær 45-31 í hálfleik. Góður lokasprettur í þriðja leikhluta kom Haukum inn í leikinn á ný en í fjórða leikhluta fóru þriggja stiga skot Hauka að detta og náðu þær að gera þetta að leik á ný. Náðu þær að minnka muninn niður í eitt stig þegar tvær mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki og fögnuðu Stjörnukonur því óþarfa naumum sigri eftir að hafa stýrt leiknum stóran hluta hans.Af hverju vann Stjarnan? Fyrir utan stuttan kafla þegar Haukakonur settu niður hvern þristinn á fætur öðrum var Stjarnan með góð tök á leiknum og hleypti gestunum aldrei inn í leikinn af fullum krafti. Í hvert skiptið sem Haukar náðu að setja niður 2-3 körfur í röð svaraði Stjarnan með áhlaupi og hélt forskotinu en gott forskot Stjörnunnar skilaði að lokum sigrinum. Loksins þegar áhlaup Hauka kom að lokum var tíminn ekki nægur og virtust Hafnfirðingar ekki eiga nóg á tankinum til að stela forskotinu þegar á hólminn var komið.Bestu menn vallarins? Daniella Victoria Rodriguez fór á kostum í liði Stjörnunnar í dag en ásamt því að vera stigahæst með 20 stig var hún með þrefalda tvennu í leiknum, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Hún bar sóknarleik Stjörnunnar á herðum sér lengst af í fyrri hálfleik en hún var með sextán stig af 45 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Haukakonum tókst þó að halda henni í aðeins fjórum stigum í seinni hálfleik. Ragna Margrét Brynjarsdóttir lauk leik með tvöfalda tvennu, 14 stig og 13 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst en henni gekk illa að nýta sér sóknarfráköstin til þess að setja niður auðveld skot.Tölfræðin sem vakti athygli? Kelia Shelton, erlendi leikmaður Hauka, lauk leiknum nálægt þrefaldri tvennu með 9 stig, 7 stoðsendingar og 13 fráköst. Það vekur athygli að erlendi leikmaður liðsins og eini atvinnumaðurinn sé ekki að skila meira framlagi en þetta var aðeins fjórði leikur hennar með Haukum.Hvað gekk illa? Kelia byrjaði leikinn ágætlega sóknarlega en það dróg verulega af henni á báðum endum vallarins eftir því sem leið á leikinn. Varð hún oft uppvís af því að gleyma sér í vörninni og missa af manninum en sóknarlega hitti hún lítið eftir upphafsmínúturnar. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fékk nóg um miðbik þriðja leikhluta og tók hana af velli en á sama tíma hertist varnarleikur Hauka og tóku þær smá áhlaup en hún átti þó sinn þátt í áhlaupi Hauka í fjórða leikhluta. Ingvar: Áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik„Við vorum hreint út sagt léleg í fyrri hálfleik og langt inn í þriðja leikhluta,“ sagði Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, aðspurður út í spilamennsku dagsins. „Í 30. mínútur spilum við illa en við sýnum flottan karakter í lokin og komum okkur inn í leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára leikinn.“ Eftir að hafa verið undir allan leikinn fengu Haukakonur færin til að stela sigrinum. „Við fengum tækifæri til að jafna undir lokin ásamt því að vera óheppin í sókninni þar á undan þegar boltinn dettur ekki fyrir okkur en kannski áttum við ekkert skilið úr þessum leik.“ Ingvar var ekkert að fara í felur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis framan af. „Varnarleikurinn var bara lélegur í fyrri hálfleik, það er einfalt. Það var margt sem fór úrskeiðis en við spiluðum þó ágætan varnarleik eftir að við skiptum í svæðisvörn í seinni hálfleik.“ Erlendi leikmaður Hauka, Kelia Shelton, átti erfitt í dag þrátt fyrir að daðra við þrefalda tvennu. „Ég ætlast til mun meira frá atvinnumanni liðsins. Við fáum níu stig frá henni sem er alls ekki nógu gott og hún tók sérstakar ákvarðanir undir lokin.“ Pétur: Áttum fá svör við svæðisvörn Hauka„Sigur er sigur, sama hvort það sé með einu stigi eða fimmtíu. Ég er bara feginn að fá tvö stig í dag,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur að leikslokum. „Við vorum á góðri siglingu allan leikinn, spiluðum vel en svo brugðumst við ekki nægilega vel við breytingunni í leik þeirra. Það kom upp örlítið einbeitingarleysi á þeim kafla“ Haukaliðið breytti um vörn í þriðja leikhluta og Stjörnunni gekk illa að leysa úr því. „Þær skiptu yfir í svæðisvörn, svo fara þær að hitta úr stórum skotum. Ég verð að hrósa þeim, þær eru ungt lið en með góðar skyttur og gott körfuboltalið,“ sagði Pétur og hélt áfram: „Við vorum að láta boltann ganga hægt og ekki að sækja nógu hratt og úr varð spennandi leikur. Maður reynir alltaf að búa sig undir svona kafla og við náðum að klára þetta.“ Pétur sagðist hafa verið sáttur með spilamennskuna í heild sinni. „Heilt yfir spiluðum við vel allt þar til í fjórða leikhluta, þá fór botninn úr þessu og sjálfstraustið í liðinu. Vonandi erum við komin á smá ról því stelpurnar hafa svarað vel fyrir síðasta tapleik.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira