Bannið vandræðaskatta í stjórnarskrá Helgi Tómasson skrifar 2. desember 2016 07:00 Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun