Eigum meira en við skuldum í útlöndum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:45 Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“ Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira