Eigum meira en við skuldum í útlöndum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:45 Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“ Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira