Eigum meira en við skuldum í útlöndum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:45 Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“ Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira