Talandi um Brúnegg Guðmundur Edgarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar