Hörð gagnrýni vegna gagnavers Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Stutt er í nægt rafmagn í Sólheimalandi á Hólmsheiði. vísir/vilhelm „Þarna væri verið að afhenda einu fyrirtæki ótiltekin verðmæti inn í framtíðina á kostnað íbúa,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar vegna beiðni Símans um lóð undir gagnaver á Hólmsheiði. Síminn óskaði eftir því í mars síðastliðnum að fá til að byrja með skipulagða fimm þúsund fermetra lóð í landi Sólheima með möguleika á því að fá forkaupsrétt á stórum hluta Sólheimajarðarinnar. Sá réttur myndi tryggja uppbyggingu viðskipta á svæðinu í allt að fimmtán árum. Umrætt land er skammt frá nýja fangelsinu á Hólmsheiði og rétt við háspennulínur sem hægt væri að tengja við gagnaverið. „Framtíðarsýn Símans gerir það að verkum að mikilvægt er að hafa tryggt rými til stækkunar,“ segir í erindi Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Mosfellsbæjar. Mikil tækifæri kunni að felast í rekstri gagnavera hérlendis. „Markmið Símans er að byggja gagnaver sem þjónar innlendum og erlendum mörkuðum, með áherslu á alþjóðaviðskipti.“Orri Hauksson, forstjóri Símans.Erindi forstjóra Símans var tekið fyrir í þriðja sinn í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar í síðustu viku. Þá ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG í nefndinni að fela skipulagsfulltrúa bæjarins að skoða möguleika á staðsetningu nýrra atvinnusvæða. Fyrir lá tímaáætlun um að skipulagsbreytingu væri lokið í janúar 2018. Samson Bjarnar Harðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, sagði það mundu vera slæmt fordæmi að gera breytingar á svæðisskipulaginu þar sem ekki væru til staðar ríkari almannahagsmunir. Svæðið sé innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins svokallaða. „Land sem í framtíðinni mun líklegast verða til muna verðmætara en það er í dag. Taka verður tillit til þess að Síminn hafði þegar leitað eftir samningum á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði steinsnar frá, í landi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á slíkan samning,“ bókaði Samson, sem benti jafnframt á að mengun fylgdi slíku gagnveri. „Því umtalsverður hávaði er henni samfara í nú annars friðsælu umhverfi.“Landið sem Síminn vill fyrir stórt gagnaver er skammt austan nýja fangelsisins á Hólmsheiði og nærri háspennulínum.Gunnlaugur Johnson, áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, benti sömuleiðis á að staðsetning gagnaversins stangaðist á við svæðisskipulag og bókaði að hann „undraðist stórlega“ að lögð væri fram tímaáætlun um gagnaver á vatnsverndarsvæði. „Sjónræn áhrif mörg þúsund fermetra gagnavers yrðu gríðarleg í dýrmætri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins, í fullkominni andstæðu við friðsælt umhverfið.“ Íbúahreyfingin væri hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en að finna ætti því byggingarreit sem hefði ekki slík umhverfisáhrif. Fulltrúar meirihlutans bókuðu þá að fyrirtæki hefðu leitað til Mosfellsbæjar um uppbyggingu við Hólmsheiði og að áhugi á uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Mosfellsbæ væri mikill. „Í ljósi þess telur meirihluti V- og D-lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýjum atvinnusvæðum innan bæjarins, ekki er ólíklegt að það kalli á breytingu á svæðisskipulagi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Þarna væri verið að afhenda einu fyrirtæki ótiltekin verðmæti inn í framtíðina á kostnað íbúa,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar vegna beiðni Símans um lóð undir gagnaver á Hólmsheiði. Síminn óskaði eftir því í mars síðastliðnum að fá til að byrja með skipulagða fimm þúsund fermetra lóð í landi Sólheima með möguleika á því að fá forkaupsrétt á stórum hluta Sólheimajarðarinnar. Sá réttur myndi tryggja uppbyggingu viðskipta á svæðinu í allt að fimmtán árum. Umrætt land er skammt frá nýja fangelsinu á Hólmsheiði og rétt við háspennulínur sem hægt væri að tengja við gagnaverið. „Framtíðarsýn Símans gerir það að verkum að mikilvægt er að hafa tryggt rými til stækkunar,“ segir í erindi Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Mosfellsbæjar. Mikil tækifæri kunni að felast í rekstri gagnavera hérlendis. „Markmið Símans er að byggja gagnaver sem þjónar innlendum og erlendum mörkuðum, með áherslu á alþjóðaviðskipti.“Orri Hauksson, forstjóri Símans.Erindi forstjóra Símans var tekið fyrir í þriðja sinn í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar í síðustu viku. Þá ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG í nefndinni að fela skipulagsfulltrúa bæjarins að skoða möguleika á staðsetningu nýrra atvinnusvæða. Fyrir lá tímaáætlun um að skipulagsbreytingu væri lokið í janúar 2018. Samson Bjarnar Harðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, sagði það mundu vera slæmt fordæmi að gera breytingar á svæðisskipulaginu þar sem ekki væru til staðar ríkari almannahagsmunir. Svæðið sé innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins svokallaða. „Land sem í framtíðinni mun líklegast verða til muna verðmætara en það er í dag. Taka verður tillit til þess að Síminn hafði þegar leitað eftir samningum á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði steinsnar frá, í landi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á slíkan samning,“ bókaði Samson, sem benti jafnframt á að mengun fylgdi slíku gagnveri. „Því umtalsverður hávaði er henni samfara í nú annars friðsælu umhverfi.“Landið sem Síminn vill fyrir stórt gagnaver er skammt austan nýja fangelsisins á Hólmsheiði og nærri háspennulínum.Gunnlaugur Johnson, áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, benti sömuleiðis á að staðsetning gagnaversins stangaðist á við svæðisskipulag og bókaði að hann „undraðist stórlega“ að lögð væri fram tímaáætlun um gagnaver á vatnsverndarsvæði. „Sjónræn áhrif mörg þúsund fermetra gagnavers yrðu gríðarleg í dýrmætri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins, í fullkominni andstæðu við friðsælt umhverfið.“ Íbúahreyfingin væri hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en að finna ætti því byggingarreit sem hefði ekki slík umhverfisáhrif. Fulltrúar meirihlutans bókuðu þá að fyrirtæki hefðu leitað til Mosfellsbæjar um uppbyggingu við Hólmsheiði og að áhugi á uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Mosfellsbæ væri mikill. „Í ljósi þess telur meirihluti V- og D-lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýjum atvinnusvæðum innan bæjarins, ekki er ólíklegt að það kalli á breytingu á svæðisskipulagi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira