Hörð gagnrýni vegna gagnavers Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Stutt er í nægt rafmagn í Sólheimalandi á Hólmsheiði. vísir/vilhelm „Þarna væri verið að afhenda einu fyrirtæki ótiltekin verðmæti inn í framtíðina á kostnað íbúa,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar vegna beiðni Símans um lóð undir gagnaver á Hólmsheiði. Síminn óskaði eftir því í mars síðastliðnum að fá til að byrja með skipulagða fimm þúsund fermetra lóð í landi Sólheima með möguleika á því að fá forkaupsrétt á stórum hluta Sólheimajarðarinnar. Sá réttur myndi tryggja uppbyggingu viðskipta á svæðinu í allt að fimmtán árum. Umrætt land er skammt frá nýja fangelsinu á Hólmsheiði og rétt við háspennulínur sem hægt væri að tengja við gagnaverið. „Framtíðarsýn Símans gerir það að verkum að mikilvægt er að hafa tryggt rými til stækkunar,“ segir í erindi Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Mosfellsbæjar. Mikil tækifæri kunni að felast í rekstri gagnavera hérlendis. „Markmið Símans er að byggja gagnaver sem þjónar innlendum og erlendum mörkuðum, með áherslu á alþjóðaviðskipti.“Orri Hauksson, forstjóri Símans.Erindi forstjóra Símans var tekið fyrir í þriðja sinn í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar í síðustu viku. Þá ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG í nefndinni að fela skipulagsfulltrúa bæjarins að skoða möguleika á staðsetningu nýrra atvinnusvæða. Fyrir lá tímaáætlun um að skipulagsbreytingu væri lokið í janúar 2018. Samson Bjarnar Harðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, sagði það mundu vera slæmt fordæmi að gera breytingar á svæðisskipulaginu þar sem ekki væru til staðar ríkari almannahagsmunir. Svæðið sé innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins svokallaða. „Land sem í framtíðinni mun líklegast verða til muna verðmætara en það er í dag. Taka verður tillit til þess að Síminn hafði þegar leitað eftir samningum á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði steinsnar frá, í landi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á slíkan samning,“ bókaði Samson, sem benti jafnframt á að mengun fylgdi slíku gagnveri. „Því umtalsverður hávaði er henni samfara í nú annars friðsælu umhverfi.“Landið sem Síminn vill fyrir stórt gagnaver er skammt austan nýja fangelsisins á Hólmsheiði og nærri háspennulínum.Gunnlaugur Johnson, áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, benti sömuleiðis á að staðsetning gagnaversins stangaðist á við svæðisskipulag og bókaði að hann „undraðist stórlega“ að lögð væri fram tímaáætlun um gagnaver á vatnsverndarsvæði. „Sjónræn áhrif mörg þúsund fermetra gagnavers yrðu gríðarleg í dýrmætri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins, í fullkominni andstæðu við friðsælt umhverfið.“ Íbúahreyfingin væri hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en að finna ætti því byggingarreit sem hefði ekki slík umhverfisáhrif. Fulltrúar meirihlutans bókuðu þá að fyrirtæki hefðu leitað til Mosfellsbæjar um uppbyggingu við Hólmsheiði og að áhugi á uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Mosfellsbæ væri mikill. „Í ljósi þess telur meirihluti V- og D-lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýjum atvinnusvæðum innan bæjarins, ekki er ólíklegt að það kalli á breytingu á svæðisskipulagi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
„Þarna væri verið að afhenda einu fyrirtæki ótiltekin verðmæti inn í framtíðina á kostnað íbúa,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar vegna beiðni Símans um lóð undir gagnaver á Hólmsheiði. Síminn óskaði eftir því í mars síðastliðnum að fá til að byrja með skipulagða fimm þúsund fermetra lóð í landi Sólheima með möguleika á því að fá forkaupsrétt á stórum hluta Sólheimajarðarinnar. Sá réttur myndi tryggja uppbyggingu viðskipta á svæðinu í allt að fimmtán árum. Umrætt land er skammt frá nýja fangelsinu á Hólmsheiði og rétt við háspennulínur sem hægt væri að tengja við gagnaverið. „Framtíðarsýn Símans gerir það að verkum að mikilvægt er að hafa tryggt rými til stækkunar,“ segir í erindi Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Mosfellsbæjar. Mikil tækifæri kunni að felast í rekstri gagnavera hérlendis. „Markmið Símans er að byggja gagnaver sem þjónar innlendum og erlendum mörkuðum, með áherslu á alþjóðaviðskipti.“Orri Hauksson, forstjóri Símans.Erindi forstjóra Símans var tekið fyrir í þriðja sinn í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar í síðustu viku. Þá ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG í nefndinni að fela skipulagsfulltrúa bæjarins að skoða möguleika á staðsetningu nýrra atvinnusvæða. Fyrir lá tímaáætlun um að skipulagsbreytingu væri lokið í janúar 2018. Samson Bjarnar Harðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, sagði það mundu vera slæmt fordæmi að gera breytingar á svæðisskipulaginu þar sem ekki væru til staðar ríkari almannahagsmunir. Svæðið sé innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins svokallaða. „Land sem í framtíðinni mun líklegast verða til muna verðmætara en það er í dag. Taka verður tillit til þess að Síminn hafði þegar leitað eftir samningum á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði steinsnar frá, í landi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á slíkan samning,“ bókaði Samson, sem benti jafnframt á að mengun fylgdi slíku gagnveri. „Því umtalsverður hávaði er henni samfara í nú annars friðsælu umhverfi.“Landið sem Síminn vill fyrir stórt gagnaver er skammt austan nýja fangelsisins á Hólmsheiði og nærri háspennulínum.Gunnlaugur Johnson, áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, benti sömuleiðis á að staðsetning gagnaversins stangaðist á við svæðisskipulag og bókaði að hann „undraðist stórlega“ að lögð væri fram tímaáætlun um gagnaver á vatnsverndarsvæði. „Sjónræn áhrif mörg þúsund fermetra gagnavers yrðu gríðarleg í dýrmætri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins, í fullkominni andstæðu við friðsælt umhverfið.“ Íbúahreyfingin væri hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en að finna ætti því byggingarreit sem hefði ekki slík umhverfisáhrif. Fulltrúar meirihlutans bókuðu þá að fyrirtæki hefðu leitað til Mosfellsbæjar um uppbyggingu við Hólmsheiði og að áhugi á uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Mosfellsbæ væri mikill. „Í ljósi þess telur meirihluti V- og D-lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýjum atvinnusvæðum innan bæjarins, ekki er ólíklegt að það kalli á breytingu á svæðisskipulagi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira