Gordon Ramsay keypti LaFerrari Aperta Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2016 09:25 Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay fær greinilega ágætlega borgað fyrir þætti sína því hann var að fá afhentan Ferrari LaFerrari Aperta bíl, en þar fer glænýr bíll úr smiðju Ferrari. Gordon Ramsay hafði reyndar tilkynnt um að hann hefði pantað sér þennan bíl í einum þætti af síðustu þáttaröð Top Gear, en nú er bíllinn loks fyrir utan hjá honum. Gordon kallar bílinn stóru köngulóna. Hann er afar stoltur af bílnum og bjó til Instagram færslu þar sem aðdáun hans á bílnum fer ekki mikið milli mála, en hana má sjá hér að ofan. Aðeins verða smíðuð 199 eintök af þessum hrikalega kraftabíl og því strax um söfnunareintak að ræða. Hann er hvorki meira né minna en 950 hestöfl, enda með 350 km hámarkshraða og tekur sprettinn í hundrað á undir þremur sekúndum. Vélin í bílnum er 12 strokka og með 6,3 lítra sprengirými, en auk hennar eru rafmótorar sem auka enn á afl bílsins. Bílar video Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent
Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay fær greinilega ágætlega borgað fyrir þætti sína því hann var að fá afhentan Ferrari LaFerrari Aperta bíl, en þar fer glænýr bíll úr smiðju Ferrari. Gordon Ramsay hafði reyndar tilkynnt um að hann hefði pantað sér þennan bíl í einum þætti af síðustu þáttaröð Top Gear, en nú er bíllinn loks fyrir utan hjá honum. Gordon kallar bílinn stóru köngulóna. Hann er afar stoltur af bílnum og bjó til Instagram færslu þar sem aðdáun hans á bílnum fer ekki mikið milli mála, en hana má sjá hér að ofan. Aðeins verða smíðuð 199 eintök af þessum hrikalega kraftabíl og því strax um söfnunareintak að ræða. Hann er hvorki meira né minna en 950 hestöfl, enda með 350 km hámarkshraða og tekur sprettinn í hundrað á undir þremur sekúndum. Vélin í bílnum er 12 strokka og með 6,3 lítra sprengirými, en auk hennar eru rafmótorar sem auka enn á afl bílsins.
Bílar video Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent