Abe segir TPP tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2016 10:05 Shinzo Abe er forsætisráðherra Japans. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00