Rafmagnsbíllinn Nio EP9 frá Kína er 1.341 hestafl 22. nóvember 2016 11:00 Mörg eru nýju fyrirtækin um allan heim sem ætla að hasla sér völl í smíði rafmagnsbíla. Eitt þeirra er hið kínverska NextEV og það hefur nú lokið smíði öflugs rafmagnsbíls sem fengið hefur nafnið Nio EP9. Hann er 1.341 hestöfl og fer í hundraðið á litlum 2,7 sekúndum og uppí 200 á 7,1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins er 313 km/klst. Nio bíllinn á nú heimsmet meðal rafmagnsbíla kringum Nürburgring brautina og fór hana á 7:05 mínútum í síðasta mánuði. Sjá má hann fara brautina í mynskeiðinu hér að ofan. Nio EP9 er með mikla drægni, eða 425 kílómetra og því er hér um álitlegan rafmagnsbíl að ræða, burtséð frá öllu afli hans. Spurningin er bara hvort hann eigi mikinn séns í þróaða framleiðslu Tesla hvað sölu varðar og veltur þar miklu hvort verð bílsins sé miklu hærra en á Tesla bílum. Nio EP9 fer á markað í Kína á næsta ári og í kjöfarið víða um heiminn. NextEV hefur ekki enn gefið upp verðið á Nio EP9. Bílar video Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent
Mörg eru nýju fyrirtækin um allan heim sem ætla að hasla sér völl í smíði rafmagnsbíla. Eitt þeirra er hið kínverska NextEV og það hefur nú lokið smíði öflugs rafmagnsbíls sem fengið hefur nafnið Nio EP9. Hann er 1.341 hestöfl og fer í hundraðið á litlum 2,7 sekúndum og uppí 200 á 7,1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins er 313 km/klst. Nio bíllinn á nú heimsmet meðal rafmagnsbíla kringum Nürburgring brautina og fór hana á 7:05 mínútum í síðasta mánuði. Sjá má hann fara brautina í mynskeiðinu hér að ofan. Nio EP9 er með mikla drægni, eða 425 kílómetra og því er hér um álitlegan rafmagnsbíl að ræða, burtséð frá öllu afli hans. Spurningin er bara hvort hann eigi mikinn séns í þróaða framleiðslu Tesla hvað sölu varðar og veltur þar miklu hvort verð bílsins sé miklu hærra en á Tesla bílum. Nio EP9 fer á markað í Kína á næsta ári og í kjöfarið víða um heiminn. NextEV hefur ekki enn gefið upp verðið á Nio EP9.
Bílar video Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent