Porsche ætlar að selja 20.000 Mission E á ári Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 16:48 Porsche Mission E rafmagnsbíllinn er væntanlegur eftir rúmlega 2 ár. Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche væntir mikilla vinsælda rafmagnsbílsins Mission E sem Porsche vinnur nú að og telur raunhæft að gera ráð fyrir 20.000 bíla sölu á ári. Porsche 911 seldist í 31.350 eintökum í fyrra svo vonir stjórnarformannsins eru nokkuð brattar. Porsche Mission E gengur eingöngu fyrir rafmagni og er 600 hestöfl og 3,5 sekúndur í hundraðið. Þessi fjögurra sæta bíll á að hafa drægni uppá 480 kílómetra og mögulegt á að vera að hlaða hann á 15 mínútum. Líklega verður Mission E ekki eini hreini rafmagnsbíll Porsche á næstu árum því í höfuðstöðvum Porsche er verið að hugleiða að bjóða einnig Porsche 718 Boxster bílinn sem rafmagnsbíl. Auk þess má nú fá bæði Cayenne jeppann og Panamera stóra fólksbílinn sem tengiltvinnbíla. Panamera Hybrid er 462 hestafla bíll með 2,6 lítra V6 vél og 100 kWh rafhlöðu og fyrir vikið ansi snöggur úr sporunum, þó svo hann skáki ekki tilvonandi Mission E bíl. Mission E á að koma á markað snemma á árinu 2019 og Porsche er vant að standa við orð sín er kemur að framleiðsludagsetningum, öndvert við Tesla, stærsta keppinautinn er kemur að rafmagnsbílum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent
Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche væntir mikilla vinsælda rafmagnsbílsins Mission E sem Porsche vinnur nú að og telur raunhæft að gera ráð fyrir 20.000 bíla sölu á ári. Porsche 911 seldist í 31.350 eintökum í fyrra svo vonir stjórnarformannsins eru nokkuð brattar. Porsche Mission E gengur eingöngu fyrir rafmagni og er 600 hestöfl og 3,5 sekúndur í hundraðið. Þessi fjögurra sæta bíll á að hafa drægni uppá 480 kílómetra og mögulegt á að vera að hlaða hann á 15 mínútum. Líklega verður Mission E ekki eini hreini rafmagnsbíll Porsche á næstu árum því í höfuðstöðvum Porsche er verið að hugleiða að bjóða einnig Porsche 718 Boxster bílinn sem rafmagnsbíl. Auk þess má nú fá bæði Cayenne jeppann og Panamera stóra fólksbílinn sem tengiltvinnbíla. Panamera Hybrid er 462 hestafla bíll með 2,6 lítra V6 vél og 100 kWh rafhlöðu og fyrir vikið ansi snöggur úr sporunum, þó svo hann skáki ekki tilvonandi Mission E bíl. Mission E á að koma á markað snemma á árinu 2019 og Porsche er vant að standa við orð sín er kemur að framleiðsludagsetningum, öndvert við Tesla, stærsta keppinautinn er kemur að rafmagnsbílum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent