Þróun nýs Bronco fer fram í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2016 10:55 Svona gæti nýr Bronco litið út. Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent