Þarf hundruð milljóna fyrir Hegningarhúsið 16. nóvember 2016 11:00 Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg var lokað snemma í sumar og við blasir að ráðast þarf í framkvæmdir við það á næstunni. Fréttablaðið/E.Ól. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent