Innanríkisráðuneytið skoðar hvort bæta þurfi verklag þegar börn eiga í hlut Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 18:33 Innanríkisráðuneytið hefur hafið skoðun á því hvort þörf sé á að bæta verklag þegar börn eiga í hlut. vísir/ Innanríkisráðuneytið hefur hafið skoðun á því hvort þörf sé á að bæta verklag þegar börn eiga í hlut. Það er gert til að tryggja að hagsmunir barna séu alltaf hafðir í fyrirrúmi og að alþjóðlegar skuldbindingar séu uppfylltar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér nú síðdegis, vegna fréttaflutnings um mál fjölskyldu frá Tógó, sem vísa átti úr landi í fyrrinótt. Um er að ræða fjögurra manna fjölskyldu; hjón með tvö börn. Börnin fæddust hér á landi en eru ekki með íslenskan ríkisborgararétt. Í tilkynningunni segir að til skoðunar komi hvort veita skuli allri fjölskyldunni heimild til dvalar á grundvelli fjölskyldusameiningar með vísan til Mannréttindasáttmála Evrópu. Hvert atvik verði að skoða í hverju máli fyrir sig, og sé það í höndum Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Sú staða kann að koma upp að hagsmunir eins fjölskyldumeðlims, t.d. barns, séu slíkir af því að fá að dveljast áfram í móttökuríki að brottvísun eða frávísun teljist ekki heimil, t.d. ef hætta er á því að þessi tiltekni einstaklingur muni verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í því ríki sem á að senda hann til eða muni þar búa við aðstæður sem eru taldar fela í sér slíka meðferð,“ segir í tilkynningunni. „Við matið ber meðal annars að skoða hvort flutningur úr landi feli í sér að fjölskylda aðskiljist, hvort óyfirstíganlegar hindranir standi því í vegi að fjölskylda geti lifað fjölskyldulífi annars staðar (t.d. í upprunaríki), hversu sterk tengsl fjölskyldu eru annars vegar við móttökuríkið og hins vegar við upprunaríkið og hversu erfitt yrði fyrir fjölskyldu að setjast að annars staðar. Þá er mikilvægt að skoða hagsmuni barna m.t.t. aldurs, velferðar og mögulegra erfiðleika sem þau, foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir geta orðið fyrir ef til flutnings úr landi kemur,“ segir jafnframt. Tengdar fréttir Lögregla þurfti frá að hverfa eftir átök á heimili hælisleitenda í nótt Vinir Saad og Fadilu stóðu vaktina þegar lögreglu bar að garði klukkan fimm í morgun. 16. nóvember 2016 10:25 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur hafið skoðun á því hvort þörf sé á að bæta verklag þegar börn eiga í hlut. Það er gert til að tryggja að hagsmunir barna séu alltaf hafðir í fyrirrúmi og að alþjóðlegar skuldbindingar séu uppfylltar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér nú síðdegis, vegna fréttaflutnings um mál fjölskyldu frá Tógó, sem vísa átti úr landi í fyrrinótt. Um er að ræða fjögurra manna fjölskyldu; hjón með tvö börn. Börnin fæddust hér á landi en eru ekki með íslenskan ríkisborgararétt. Í tilkynningunni segir að til skoðunar komi hvort veita skuli allri fjölskyldunni heimild til dvalar á grundvelli fjölskyldusameiningar með vísan til Mannréttindasáttmála Evrópu. Hvert atvik verði að skoða í hverju máli fyrir sig, og sé það í höndum Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Sú staða kann að koma upp að hagsmunir eins fjölskyldumeðlims, t.d. barns, séu slíkir af því að fá að dveljast áfram í móttökuríki að brottvísun eða frávísun teljist ekki heimil, t.d. ef hætta er á því að þessi tiltekni einstaklingur muni verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í því ríki sem á að senda hann til eða muni þar búa við aðstæður sem eru taldar fela í sér slíka meðferð,“ segir í tilkynningunni. „Við matið ber meðal annars að skoða hvort flutningur úr landi feli í sér að fjölskylda aðskiljist, hvort óyfirstíganlegar hindranir standi því í vegi að fjölskylda geti lifað fjölskyldulífi annars staðar (t.d. í upprunaríki), hversu sterk tengsl fjölskyldu eru annars vegar við móttökuríkið og hins vegar við upprunaríkið og hversu erfitt yrði fyrir fjölskyldu að setjast að annars staðar. Þá er mikilvægt að skoða hagsmuni barna m.t.t. aldurs, velferðar og mögulegra erfiðleika sem þau, foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir geta orðið fyrir ef til flutnings úr landi kemur,“ segir jafnframt.
Tengdar fréttir Lögregla þurfti frá að hverfa eftir átök á heimili hælisleitenda í nótt Vinir Saad og Fadilu stóðu vaktina þegar lögreglu bar að garði klukkan fimm í morgun. 16. nóvember 2016 10:25 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Lögregla þurfti frá að hverfa eftir átök á heimili hælisleitenda í nótt Vinir Saad og Fadilu stóðu vaktina þegar lögreglu bar að garði klukkan fimm í morgun. 16. nóvember 2016 10:25