Samtök um sjálfbærni verðlauna Renault Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 10:28 Renault Zoe rafmagnsbíllinn. Óháðu félagasamtökin CDP (The Carbon Disclosure Project) sem starfrækja frumkvöðlaverkefni um frekari sjálfbærni í viðskiptalífinu, veittu í gær Renault Group verðlaun fyrir árangur í umhverfismálum. CDP miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr vatnsnotkun fyrirtækja og borga. CDP aðstoðar einnig fjárfesta til að meta viðskiptahættu sem tengist umhverfinu, t.d. loftslagsbreytingum, vatnsskorti, flóðum, mengun og skorts á hráefnum svo eitthvað sé nefnt. Að mati CDP hefur Renault leitað markvissra leiða til að draga úr útblæstri nýrra bíla og hefur skipað fyrirtækinu á aðallista sinn með öðrum fyrirtækjum sem CDP skilgreinir sem leiðtoga á sínu sviði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Renault hefur minnkað kolefnisfótspor sitt um meira en 17% frá árinu 2010, m.a. með þróun og sölu á rafmagnsbílum sem um þessar mundir eru ein raunhæfasta leiðin í vegsamgöngum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Fyrir utan þróun á umhverfismildari og sparneytnari bensín- og dísilvélum framleiðir Renault rafmagnsbílinn ZOE sem náð hefur gríðarlegum vinnsældum í Evrópu og BL kynnir til leiks í mars á næsta ári. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent
Óháðu félagasamtökin CDP (The Carbon Disclosure Project) sem starfrækja frumkvöðlaverkefni um frekari sjálfbærni í viðskiptalífinu, veittu í gær Renault Group verðlaun fyrir árangur í umhverfismálum. CDP miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr vatnsnotkun fyrirtækja og borga. CDP aðstoðar einnig fjárfesta til að meta viðskiptahættu sem tengist umhverfinu, t.d. loftslagsbreytingum, vatnsskorti, flóðum, mengun og skorts á hráefnum svo eitthvað sé nefnt. Að mati CDP hefur Renault leitað markvissra leiða til að draga úr útblæstri nýrra bíla og hefur skipað fyrirtækinu á aðallista sinn með öðrum fyrirtækjum sem CDP skilgreinir sem leiðtoga á sínu sviði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Renault hefur minnkað kolefnisfótspor sitt um meira en 17% frá árinu 2010, m.a. með þróun og sölu á rafmagnsbílum sem um þessar mundir eru ein raunhæfasta leiðin í vegsamgöngum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Fyrir utan þróun á umhverfismildari og sparneytnari bensín- og dísilvélum framleiðir Renault rafmagnsbílinn ZOE sem náð hefur gríðarlegum vinnsældum í Evrópu og BL kynnir til leiks í mars á næsta ári.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent