Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, byrjar frábærlega á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem hófst í dag. Hún er efst á sjö höggum undir pari þegar þetta er skrifað en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.
Ólafía Þórunn fékk átta fugla á fyrsta hring og aðeins einn skolla og spilaði hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari.
Hún fékk fjóra fugla á fyrri níu og fjóra á seinni níu en eini skollinn hennar kom á 14. braut sem er par fjögur.
Minea Blomqvist frá Finnlandi getur enn farið upp fyrir Ólafíu Þórunni en hún er á fjórum höggum undir pari eftir aðeins sex holur. Sophie Walker frá Englandi er svo á þremur undir eftir níu holur.
Staðan í mótinu.
Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn