Handbolti

Lazarov skaut Úkraínumenn í kaf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kiril Lazarov reyndist Úkraínumönnum erfiður í kvöld.
Kiril Lazarov reyndist Úkraínumönnum erfiður í kvöld. vísir/getty
Makedónía bar sigurorð af Úkraínu, 27-21, í fyrsta leik D-riðils í undankeppni EM 2018 í handbolta í kvöld.

Þessi lið eru með Íslandi og Tékklandi í riðli en þau mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöllinni.

Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu frá leik Íslands og Tékklands með því að smella hér.

Kiril Lazarov var einu sinni sem oftar markahæstur í liði Makedóníu en þessi frábæra skytta skoraði 12 mörk í leiknum úr aðeins 15 skotum. Dejan Manaskov kom næstur með sex mörk.

Makedónar voru með yfirhöndina nær allan leikinn. Staðan var 13-10 í hálfleik og þegar uppi var staðið munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.

Artem Kozakevych og Stanislav Zhukov skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Úkraínumenn sem eru næstu mótherjar Íslendinga. Liðin mætast í Sumy í Úkraínu á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×