Vöknum og vekjum aðra til vitundar um einelti Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Dagurinn í dag – hinn 8. nóvember – er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu af þessu tilefni. Tildrög þessa er samstarf sem við áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Orð og efndir Á undanförnum árum hefur þagnarmúrinn sem umlukið hefur eineltið verið brotinn niður. Margir hafa tekið þátt í því múrbroti. Þar ber öllum öðrum fremur að að nefna framlag allra þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkt er hægara sagt en gert og krefst mikils hugrekkis. Þrátt fyrir allt þetta þrífst eineltið og verður oftar en ekki úrræðaleysi og í sumum tilvikum viljaleysi að bráð. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisáreiti. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einelti og hafa í hávegum tal um „mannauð“ og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvaraleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einelti.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag – hinn 8. nóvember – er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu af þessu tilefni. Tildrög þessa er samstarf sem við áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Orð og efndir Á undanförnum árum hefur þagnarmúrinn sem umlukið hefur eineltið verið brotinn niður. Margir hafa tekið þátt í því múrbroti. Þar ber öllum öðrum fremur að að nefna framlag allra þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkt er hægara sagt en gert og krefst mikils hugrekkis. Þrátt fyrir allt þetta þrífst eineltið og verður oftar en ekki úrræðaleysi og í sumum tilvikum viljaleysi að bráð. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisáreiti. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einelti og hafa í hávegum tal um „mannauð“ og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvaraleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einelti.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun