Erum við reiðubúin? Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar