Formúla 1

Hamilton þjarmar að Rosberg | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriði mexíkóska kappakstursins sem fram fór um helgina.

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes og minnkaði forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg niður í 19 stig. Tvær keppnir eru eftir og ef Rosberg vinnur í Brasilíu eftir tvær vikur verður hann heimsmeistari.

Max Verstappen og Sebastian Vettel lentu í deilum á brautinni og eftir keppnina. Dæmi nú hver fyrir sig hver hefur rétt fyrir sér og var Vettel brotlegur gagnvart Daniel Ricciardo?


Tengdar fréttir

Rosberg: Möguleikar mínir á morgun eru fínir

Lewis Hamilton náði sínum tíunda ráspól á tímabilinu í dag. Hann tók þar með stórt skref í áttina að því að minnka forskot Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Lewis Hamilton vann í Mexíkó | Spennan eykst

Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í mexíkóska kappakstrinum. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji í mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×