Aston Martin smíðar 175 eintök af 350 milljóna ofurbíl Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 09:46 Breski sportbílaframleiðandinn Aston Martin ætlar að smíða 175 eintök af AM-Red Bull 001 bílnum, en þar fer enginn venjulegur bíll heldur líklega einn svakalegasti götuhæfi bíll sem um getur. Þessi bíll er smíðaður í samstarfi Aston Martin og Red Bull Racing og forsvarsmenn þeirra segja að þar muni fara hraðskreiðasti fjöldaframleiddi götubíll sögunnar. Bíllinn öflugi kemst í 320 km hraða og nær að stöðvast aftur á 15 sekúndum. Það tekur hann 10 sekúndur að ná 320 og aðeins 5 sekúndur að staðnæmast aftur með sínum svakalegu bremsum. Fyrir svo magnaðan bíl þarf að greiða skildinginn, en hvert eintak af honum mun kosta um 350.000 milljónir króna. Af þeim 175 eintökum sem stendur til að smíða verða 150 götuhæf, en 25 eintök ætluð eingöngu í brautarkeyrslu og verða þeir bílar jafnokar keppnisbílanna í Le Mans þolakstrinum. Mikið hefur verið lagt í loftflæðipælingar í þessum bíl og hefur hann 4.400 punda niðurþrýsting og ætti því að tolla sæmilega á götunum þó hratt sé farið. Þessi niðurþrýstingur dugar bílnum til að taka beygjur sem skapar 4G þrýsting á ökumann bílsins og er slíkt ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn vegur ekki nema rétt um 1.000 kíló og hestöflin verða ekki færri en það. Aston Martin AM-RB 001 verður kominn á göturnar seint á næsta ári. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Aston Martin ætlar að smíða 175 eintök af AM-Red Bull 001 bílnum, en þar fer enginn venjulegur bíll heldur líklega einn svakalegasti götuhæfi bíll sem um getur. Þessi bíll er smíðaður í samstarfi Aston Martin og Red Bull Racing og forsvarsmenn þeirra segja að þar muni fara hraðskreiðasti fjöldaframleiddi götubíll sögunnar. Bíllinn öflugi kemst í 320 km hraða og nær að stöðvast aftur á 15 sekúndum. Það tekur hann 10 sekúndur að ná 320 og aðeins 5 sekúndur að staðnæmast aftur með sínum svakalegu bremsum. Fyrir svo magnaðan bíl þarf að greiða skildinginn, en hvert eintak af honum mun kosta um 350.000 milljónir króna. Af þeim 175 eintökum sem stendur til að smíða verða 150 götuhæf, en 25 eintök ætluð eingöngu í brautarkeyrslu og verða þeir bílar jafnokar keppnisbílanna í Le Mans þolakstrinum. Mikið hefur verið lagt í loftflæðipælingar í þessum bíl og hefur hann 4.400 punda niðurþrýsting og ætti því að tolla sæmilega á götunum þó hratt sé farið. Þessi niðurþrýstingur dugar bílnum til að taka beygjur sem skapar 4G þrýsting á ökumann bílsins og er slíkt ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn vegur ekki nema rétt um 1.000 kíló og hestöflin verða ekki færri en það. Aston Martin AM-RB 001 verður kominn á göturnar seint á næsta ári.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent