Að eignast eða eignast ekki börn, hugleiðing um ófrjósemi Helga Björg Arnardóttir skrifar 20. október 2016 13:15 Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun