Af kjaramálum tónlistarskólakennara og annarra opinberra starfsmanna Guðríður Arnardóttir skrifar 21. október 2016 09:55 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar