Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2016 15:15 Dómsmálið hefur verið til meðferðar í vikunni. Vísir/GVA Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. Stjórnarformaður Aurum telur ástæðurnar liggja í óvissunni sem skapaðist á mörkuðum í lok sumars 2008 þegar efnahagskreppan var byrjuð að gera vart við sig og í ýmsum vandræðum sem Damas var að lenda í, meðal annars vegna framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjóri Damas telur hins vegar að verðmiðinn sem settur hafi verið á Aurum hafi að mati stjórnar fyrirtækisins verið of hár. Þetta kom fram við vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar fer aðalmeðferð Aurum-málsins fram. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Úr dómsal.Vísir/GVAÞá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá bankanum ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunumLánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en fram hefur komið við aðalmeðferðina að Damas hafði hug á að kaupa allt að 30 prósent hlut í Aurum. Voru skartgripafyrirtækin í samskiptum vegna fyrirhugaðra viðskipta á fyrri hluta árs 2008. Í gögnum málsins kemur fram að framkvæmdastjóri Damas hafi falast eftir aðstoð hjá Baugi til að eignast hlut í fyrirtækinu og sagði Jón Ásgeir í gær að aðkoma hans að málinu hefði falist í því að hjálpa til við að koma viðskiptunum á. Var hugmyndin sú að Damas myndi á endanum kaupa 19 prósent af þeim hlutabréfum sem FS38 keypti af Fons en ekkert varð af viðskiptunum sem Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á.Var verðmatið hæfilegt eða of hátt?Ákæruvaldið telur að verðmatið á bréfunum í Aurum hafi verið of hátt. Því hafi lánið sem Glitnir veitti verið of hátt og fé bankans verið stefnt í hættu með lánveitingunni. Þessu eru sakborningar ósammála og telja að verðmatið, fjórir milljarðar króna, hafi verið raunhæft. Vísa þeir í samtímaverðmöt fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og verð sem sett er fram annars vegar í bréfi framkvæmdastjóra Damas til Gunnars Sigurðssonar forstjóra Baugs og hins vegar í skjali þar sem viðskiptin voru útlistuð, en var ekki lagalega bindandi, og er svokallað „Head of Terms“.Lárus Welding í dómsal í vikunnivísir/gvaBæði í bréfinu frá framkvæmdastjóranum og í „Head of Terms“ er verðið sem nefnt er 100 milljónir punda. Í vitnisburði framkvæmastjórans í dag sagði hann hins vegar hluturinn hafi ekki verið meira virði en 60 til 70 milljónir punda og að stjórn Damas hefði hætt við kaupin vegna þess að verðið væri of hátt. Aðspurður hvenær hætt hefði verið við kaupin kvaðst framkvæmdastjórinn telja að það hafi verið í lok september. Segja engar umræður um verð hafa farið fram Stjórnarformaður Aurum neitaði því aftur á móti að það hefði eitthvað haft með þætti sem tengdust skartgripakeðjunni sjálfri að gera að ekkert varð af viðskiptunum. Þannig hafi verðið ekkert haft með málið að gera enda hafi engar umræður um verð farið fram. „Þegar ég lít til baka var það í 1. lagi fjármálakreppan sem var að byrja þarna í enda júlí, byrjun ágúst sem skapaði óvissu. Og í öðru lagi, þegar ég lít til baka, þá var Damas að lenda í ýmsum vandræðum í Dúbaí. Tawhid [framkvæmdastjóri fyrirtækisins] hafði verið rekinn frá fjölskyldufyrirtæki sínu vegna viðskipta sem hann var að gera sem voru ekki góð. Ég vissi ekki af þessu en þetta bendir til að hann hafi verið óáreiðanlegur maður,“ sagði stjórnarformaður Aurum í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. Stjórnarformaður Aurum telur ástæðurnar liggja í óvissunni sem skapaðist á mörkuðum í lok sumars 2008 þegar efnahagskreppan var byrjuð að gera vart við sig og í ýmsum vandræðum sem Damas var að lenda í, meðal annars vegna framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjóri Damas telur hins vegar að verðmiðinn sem settur hafi verið á Aurum hafi að mati stjórnar fyrirtækisins verið of hár. Þetta kom fram við vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar fer aðalmeðferð Aurum-málsins fram. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Úr dómsal.Vísir/GVAÞá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá bankanum ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunumLánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en fram hefur komið við aðalmeðferðina að Damas hafði hug á að kaupa allt að 30 prósent hlut í Aurum. Voru skartgripafyrirtækin í samskiptum vegna fyrirhugaðra viðskipta á fyrri hluta árs 2008. Í gögnum málsins kemur fram að framkvæmdastjóri Damas hafi falast eftir aðstoð hjá Baugi til að eignast hlut í fyrirtækinu og sagði Jón Ásgeir í gær að aðkoma hans að málinu hefði falist í því að hjálpa til við að koma viðskiptunum á. Var hugmyndin sú að Damas myndi á endanum kaupa 19 prósent af þeim hlutabréfum sem FS38 keypti af Fons en ekkert varð af viðskiptunum sem Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á.Var verðmatið hæfilegt eða of hátt?Ákæruvaldið telur að verðmatið á bréfunum í Aurum hafi verið of hátt. Því hafi lánið sem Glitnir veitti verið of hátt og fé bankans verið stefnt í hættu með lánveitingunni. Þessu eru sakborningar ósammála og telja að verðmatið, fjórir milljarðar króna, hafi verið raunhæft. Vísa þeir í samtímaverðmöt fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og verð sem sett er fram annars vegar í bréfi framkvæmdastjóra Damas til Gunnars Sigurðssonar forstjóra Baugs og hins vegar í skjali þar sem viðskiptin voru útlistuð, en var ekki lagalega bindandi, og er svokallað „Head of Terms“.Lárus Welding í dómsal í vikunnivísir/gvaBæði í bréfinu frá framkvæmdastjóranum og í „Head of Terms“ er verðið sem nefnt er 100 milljónir punda. Í vitnisburði framkvæmastjórans í dag sagði hann hins vegar hluturinn hafi ekki verið meira virði en 60 til 70 milljónir punda og að stjórn Damas hefði hætt við kaupin vegna þess að verðið væri of hátt. Aðspurður hvenær hætt hefði verið við kaupin kvaðst framkvæmdastjórinn telja að það hafi verið í lok september. Segja engar umræður um verð hafa farið fram Stjórnarformaður Aurum neitaði því aftur á móti að það hefði eitthvað haft með þætti sem tengdust skartgripakeðjunni sjálfri að gera að ekkert varð af viðskiptunum. Þannig hafi verðið ekkert haft með málið að gera enda hafi engar umræður um verð farið fram. „Þegar ég lít til baka var það í 1. lagi fjármálakreppan sem var að byrja þarna í enda júlí, byrjun ágúst sem skapaði óvissu. Og í öðru lagi, þegar ég lít til baka, þá var Damas að lenda í ýmsum vandræðum í Dúbaí. Tawhid [framkvæmdastjóri fyrirtækisins] hafði verið rekinn frá fjölskyldufyrirtæki sínu vegna viðskipta sem hann var að gera sem voru ekki góð. Ég vissi ekki af þessu en þetta bendir til að hann hafi verið óáreiðanlegur maður,“ sagði stjórnarformaður Aurum í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43