Stíflan brast á Hlíðarenda með sannkölluðu stigaflóði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 20:30 Hin sautján ára gamla Dagbjört Dögg Karlsdóttir spilaði mjög vel á móti Grindavík. Vísir/Stefán Valskonur unnu langþráðan fyrsta sigur sinn í Domino´s deild kvenna í gær en um leið gerðu þær það sem engu öðru kvennaliði hefur tekist í vetur. Valur bætti nefnilega stigamet tímabilsins um heil fjórtán stig og varð fyrsta kvennalið vetrarins sem nær að skora hundrað stig í einum leik. Valskonur komust úr botnsætinu með þessum 103-63 sigri á Grindavíkurliðinu og sendu Grindavíkurkonur um leið niður í botnsæti deildarinnar. Grindavík vann kanalaust Haukalið í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með 22 stigum að meðaltali í leik. Ekkert lið í deildinni hafði skorað meira en 89 stig í fyrstu nítján leikjum tímabilsins en Keflavíkurkonur skoruðu 89 stig í sigri á Grindavík á dögunum. Eftir fjóra tapleiki í röð var eins og stíflan hafi brostið á Hlíðarenda á sunnudaginn. Valsliðið hafði bara skorað 63,8 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum en hækkaði meðalskor sitt upp í 71,6 með þessum eina leik. Valsliðið var reyndar bara með fimmtán stiga eftir fyrsta leikhlutann en skoraði samtals 88 stig í síðustu þremur leikhlutunum. Hin bandaríska Mia Loyd skoraði sín 30 stig eins og hún hefur verið að gera allt tímabilið en að þessu sinni voru allar íslensku stelpurnar í liðinu að skora líka. Hallveig Jónsdóttir skoraði 22 stig, Dagbjört Dögg Karlsdóttir var með 15 stig, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir bætti við 11 stigum og þær Dagbjört Samúelsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir voru báðar með níu stig. Allar nema Elín Sóley höfðu ekki skorað meira í einum leik á leiktíðinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Valskonur unnu langþráðan fyrsta sigur sinn í Domino´s deild kvenna í gær en um leið gerðu þær það sem engu öðru kvennaliði hefur tekist í vetur. Valur bætti nefnilega stigamet tímabilsins um heil fjórtán stig og varð fyrsta kvennalið vetrarins sem nær að skora hundrað stig í einum leik. Valskonur komust úr botnsætinu með þessum 103-63 sigri á Grindavíkurliðinu og sendu Grindavíkurkonur um leið niður í botnsæti deildarinnar. Grindavík vann kanalaust Haukalið í fyrstu umferð en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með 22 stigum að meðaltali í leik. Ekkert lið í deildinni hafði skorað meira en 89 stig í fyrstu nítján leikjum tímabilsins en Keflavíkurkonur skoruðu 89 stig í sigri á Grindavík á dögunum. Eftir fjóra tapleiki í röð var eins og stíflan hafi brostið á Hlíðarenda á sunnudaginn. Valsliðið hafði bara skorað 63,8 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum en hækkaði meðalskor sitt upp í 71,6 með þessum eina leik. Valsliðið var reyndar bara með fimmtán stiga eftir fyrsta leikhlutann en skoraði samtals 88 stig í síðustu þremur leikhlutunum. Hin bandaríska Mia Loyd skoraði sín 30 stig eins og hún hefur verið að gera allt tímabilið en að þessu sinni voru allar íslensku stelpurnar í liðinu að skora líka. Hallveig Jónsdóttir skoraði 22 stig, Dagbjört Dögg Karlsdóttir var með 15 stig, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir bætti við 11 stigum og þær Dagbjört Samúelsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir voru báðar með níu stig. Allar nema Elín Sóley höfðu ekki skorað meira í einum leik á leiktíðinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn