Stórsókn í menntamálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 26. október 2016 07:00 Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun