Verðskrá Landsnets hækkar til almennings en ekki stórnotenda Sveinn Arnarsson skrifar 26. október 2016 06:45 Landsnet er fyrirtæki í eigu ríkisins sem annast flutningskerfi raforku og dreifir henni til notenda. vísir/vilhelm Landsnet hefur ákveðið að hækka verð til dreifiveitna um þrettán prósent frá 1. desember næstkomandi en á sama tíma mun verð til stórnotenda standa í stað. Ef dreifiveitur setja hækkunina út í verðlag mun rafmagnsreikningur almennings hækka en álverin borga enn það sama fyrir dreifingu orkunnar til sín. Björt Ólafsdóttir, nefndarmaður í atvinnuveganefnd þingsins, segir þessa hækkun vekja hjá sér furðu. „Nýlegar fréttir hafa sagt okkur að heimilin standa nú þegar undir mestum tekjum orkufyrirtækja, en nota þó aðeins brot af orkunni. Svo er Landsnet að gera þetta núna og enn mun halla á almenning,“ segir Björt.Björt Ólafsdóttirvísir/vilhelmSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir það ekki þannig að Landsnet geti breytt gjaldskránni að vild, heldur séu breytingar á gjaldskrá grundvallaðar á ákvörðunum Orkustofnunar. „Fyrirtækinu eru úthlutaðar ákveðnar tekjur og umhverfi til að afla þeirra. Tekjugrunni Landsnets er skipt í tvennt, stórnotendur og dreifiveitur. Ef leyfð arðsemi til stórnotenda við gerð áætlunar fyrir árið er til dæmis hærri en niðurstaða Orkustofnunar ákvarðar varðandi arðsemishlutfall, þá þarf að lækka gjaldskrána. Ef þessu er öfugt farið, þá þarf að hækka gjaldskrána. Það sama gildir um dreifiveitur,“ segir Steinunn. Engin tilkynning er um fyrirhugaðar breytingar á verðskrá Landsnets inni á heimasíðu fyrirtækisins. Steinunn segir það eiga sér eðlilegar skýringar og ekki um neinn feluleik að ræða. „Landsnet hefur sex vikna frest til að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar breytingar á gjaldskránni. Orkustofnun hefur síðan þrjár vikur til að skoða forsendur og rökstuðning og samþykkir eða hafnar breytingunni að þeim fresti liðnum. Okkur ber hins vegar skylda til að upplýsa okkar viðskiptavini, sem eru dreifiveiturnar, sem allra fyrst um fyrirhugaðar breytingar.“ Björt furðar sig á því af hverju það skuli kosta meira að dreifa orku til dreifiveitna en til stórnotenda, svo sem álvera, kísilvera og járnblendiverksmiðja. „Það er óþolandi að skattgreiðendur borgi ekki bara með stóriðjustefnunni, bæði í formi greiddra skatta sem mengandi stóriðja fær hins vegar afslætti á, heldur eigi einnig að auka meðgjöfina með þessu móti líka. Nú hefði ég haldið að dreifing á megavatti til dreifiveitna kostaði það sama og dreifing á megavatti til stórnotenda. Hvað gerir það að verkum að þau hækka á almenning í gegn um dreifiveitur en ekki stórnotendur?“ spyr Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Landsnet hefur ákveðið að hækka verð til dreifiveitna um þrettán prósent frá 1. desember næstkomandi en á sama tíma mun verð til stórnotenda standa í stað. Ef dreifiveitur setja hækkunina út í verðlag mun rafmagnsreikningur almennings hækka en álverin borga enn það sama fyrir dreifingu orkunnar til sín. Björt Ólafsdóttir, nefndarmaður í atvinnuveganefnd þingsins, segir þessa hækkun vekja hjá sér furðu. „Nýlegar fréttir hafa sagt okkur að heimilin standa nú þegar undir mestum tekjum orkufyrirtækja, en nota þó aðeins brot af orkunni. Svo er Landsnet að gera þetta núna og enn mun halla á almenning,“ segir Björt.Björt Ólafsdóttirvísir/vilhelmSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir það ekki þannig að Landsnet geti breytt gjaldskránni að vild, heldur séu breytingar á gjaldskrá grundvallaðar á ákvörðunum Orkustofnunar. „Fyrirtækinu eru úthlutaðar ákveðnar tekjur og umhverfi til að afla þeirra. Tekjugrunni Landsnets er skipt í tvennt, stórnotendur og dreifiveitur. Ef leyfð arðsemi til stórnotenda við gerð áætlunar fyrir árið er til dæmis hærri en niðurstaða Orkustofnunar ákvarðar varðandi arðsemishlutfall, þá þarf að lækka gjaldskrána. Ef þessu er öfugt farið, þá þarf að hækka gjaldskrána. Það sama gildir um dreifiveitur,“ segir Steinunn. Engin tilkynning er um fyrirhugaðar breytingar á verðskrá Landsnets inni á heimasíðu fyrirtækisins. Steinunn segir það eiga sér eðlilegar skýringar og ekki um neinn feluleik að ræða. „Landsnet hefur sex vikna frest til að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar breytingar á gjaldskránni. Orkustofnun hefur síðan þrjár vikur til að skoða forsendur og rökstuðning og samþykkir eða hafnar breytingunni að þeim fresti liðnum. Okkur ber hins vegar skylda til að upplýsa okkar viðskiptavini, sem eru dreifiveiturnar, sem allra fyrst um fyrirhugaðar breytingar.“ Björt furðar sig á því af hverju það skuli kosta meira að dreifa orku til dreifiveitna en til stórnotenda, svo sem álvera, kísilvera og járnblendiverksmiðja. „Það er óþolandi að skattgreiðendur borgi ekki bara með stóriðjustefnunni, bæði í formi greiddra skatta sem mengandi stóriðja fær hins vegar afslætti á, heldur eigi einnig að auka meðgjöfina með þessu móti líka. Nú hefði ég haldið að dreifing á megavatti til dreifiveitna kostaði það sama og dreifing á megavatti til stórnotenda. Hvað gerir það að verkum að þau hækka á almenning í gegn um dreifiveitur en ekki stórnotendur?“ spyr Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent