Stærsta kosningaloforðið svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 27. október 2016 07:00 Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú, báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og í rauninni átti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013 sbr. loforð Sjálfstæðisflokksins. Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi milljarða kr. Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórnarflokkana út á þetta loforð. Þeir geta verið margir. Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013. Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög stórt kosningaloforð til aldraðra. Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim, sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr. og meira á mánuði úr lífeyrissjóði. Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt. Ný lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi, veita hvergi nærri nægar kjarabætur. Aldraðir í hjónabandi, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt, að það er til skammar. Einhleypir eldri borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt. En ríkisstjórnin taldi þetta gífurlega mikla hækkun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú, báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og í rauninni átti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013 sbr. loforð Sjálfstæðisflokksins. Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi milljarða kr. Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórnarflokkana út á þetta loforð. Þeir geta verið margir. Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013. Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög stórt kosningaloforð til aldraðra. Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim, sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr. og meira á mánuði úr lífeyrissjóði. Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt. Ný lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi, veita hvergi nærri nægar kjarabætur. Aldraðir í hjónabandi, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt, að það er til skammar. Einhleypir eldri borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt. En ríkisstjórnin taldi þetta gífurlega mikla hækkun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun