Reykjavíkurflugvöllur, miðstöð samgangna landsins Magnús Skúlason skrifar 12. október 2016 07:00 Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar á góma: Hvernig dettur ykkur í hug að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni? Á Íslandi eru ekki járnbrautir eins og víðast hvar í heiminum, því hljóta flugsamgöngur að koma þess í stað a.m.k. að einhverju leyti. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni um flugvöllinn. Ef litið er til þess að flugvellinum verði jafnað til aðaljárnbrautarstöðvar, eins og við þekkjum þær erlendis, er staðsetning hans og væntanlegrar flugstöðvar hin allra besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni. Með tilliti til veðurskilyrða er hann einnig afar vel staðsettur eins og allar rannsóknir sýna. Áætlanir borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á Miðnesheiði, eru fremur raunalegar í þessu samhengi. Með því væri í raun verið að leggja innanlandsflug niður ásamt því að leggja niður fjölmörg störf í borginni. Hins vegar mun innanlandsflug leggjast niður af sjálfu sér ef fargjöld eru eins há og nú er. Það gefur auga leið að ótækt er að ódýrara sé að fljúga til Kaupmannahafnar en Akureyrar. Því er m.a. um að kenna háum álögum ríkisvaldsins á innanlandsflugið en skv. nýlegu mati forstjóra Flugfélags Íslands mætti lækka fargjöld um 15% þegar í stað ef leiðrétting fengist. Hugsanlega er það ekki nóg og mætti jafnvel koma til niðurgreiðsla ríkisins til að fargjöld væru það hagstæð að miklu fleiri innlendir sem erlendir sæju sér færi á að nota flugið í stað þess að aka. Það mundi minnka umferð um vegina, álag á vegakerfið og þá einnig slysahættu. Þetta gæti verið hluti af samgönguáætlun sem nú er í smíðum, en líta þarf til heildarsýnar umferðar á landinu og þar með hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft. En meira þarf til. Í hinni nýju Flugstöð Reykjavíkur ætti að vera útleiga ódýrra rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir t.d. í París ásamt útleigu á rafmagnsreiðhjólum að hætti Kaupmannahafnar. Einnig þyrfti að vera góð tenging við almenningssamgöngur. Gera þarf austur-vestur brautina að aðalbraut vallarins með lengingu út í Skerjafjörð ásamt nauðsynlegum blindflugsbúnaði þannig að umferð um norður-suðurbraut verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig stytta þá braut. Það er misskilningur að flugvöllurinn hamli gegn þéttingu byggðar í borginni. Eins og sýnt er fram á í núgildandi Aðalskipulagi er aðalþéttingarsvæði borgarinnar um samgönguás frá vestri til austurs.Úrelt verðlaunatillaga Borgaryfirvöld hafa um langt skeið sýnt máli þessu lítinn skilning og hafa unnið leynt og ljóst að skerðingu vallarins með þann ásetning að leggja hann niður. Unnið er m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu sem enga skipulagsstöðu hefur. Það er miður. Svo virðist sem vilji sé til þess að afhenda verktökum flugvallarsvæðið til uppbyggingar en spor borgarinnar í þeim efnum hræða. Gerð byggðar í stað vallarins mundi auk þess vafalítið hafa óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurtjarnar. Tjörnin gæti einfaldlega horfið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflugvöll ef eldgos yrði á Reykjanesskaga en eins og kunnugt er hefur oft gosið þar og hraun runnið í sjó fram milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur heldur landsins alls. Skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er eðlilegt að landsmenn allir hafi um málið að segja. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti telur að flugvöllinn eigi ekki að færa til. Því ber skilyrðislaust að að halda honum þar sem hann er og byggja þar veglega flugstöð þegar í stað. Það er dapurlegt að núverandi ríkisstjórn og borgin skyldu sameinast um það að leggja niður neyðarflugbrautina. Enn dapurlegra er það þó þegar stjórnmálamenn taka ekki ábyrgð á gerðum sínum eða málefnum flugvallarins yfir höfuð. Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið að grípa inn í framvindu mála ef vilji er fyrir hendi og taka af skarið um hvort áfram skuli vera samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar í lofti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar á góma: Hvernig dettur ykkur í hug að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni? Á Íslandi eru ekki járnbrautir eins og víðast hvar í heiminum, því hljóta flugsamgöngur að koma þess í stað a.m.k. að einhverju leyti. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni um flugvöllinn. Ef litið er til þess að flugvellinum verði jafnað til aðaljárnbrautarstöðvar, eins og við þekkjum þær erlendis, er staðsetning hans og væntanlegrar flugstöðvar hin allra besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni. Með tilliti til veðurskilyrða er hann einnig afar vel staðsettur eins og allar rannsóknir sýna. Áætlanir borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á Miðnesheiði, eru fremur raunalegar í þessu samhengi. Með því væri í raun verið að leggja innanlandsflug niður ásamt því að leggja niður fjölmörg störf í borginni. Hins vegar mun innanlandsflug leggjast niður af sjálfu sér ef fargjöld eru eins há og nú er. Það gefur auga leið að ótækt er að ódýrara sé að fljúga til Kaupmannahafnar en Akureyrar. Því er m.a. um að kenna háum álögum ríkisvaldsins á innanlandsflugið en skv. nýlegu mati forstjóra Flugfélags Íslands mætti lækka fargjöld um 15% þegar í stað ef leiðrétting fengist. Hugsanlega er það ekki nóg og mætti jafnvel koma til niðurgreiðsla ríkisins til að fargjöld væru það hagstæð að miklu fleiri innlendir sem erlendir sæju sér færi á að nota flugið í stað þess að aka. Það mundi minnka umferð um vegina, álag á vegakerfið og þá einnig slysahættu. Þetta gæti verið hluti af samgönguáætlun sem nú er í smíðum, en líta þarf til heildarsýnar umferðar á landinu og þar með hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft. En meira þarf til. Í hinni nýju Flugstöð Reykjavíkur ætti að vera útleiga ódýrra rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir t.d. í París ásamt útleigu á rafmagnsreiðhjólum að hætti Kaupmannahafnar. Einnig þyrfti að vera góð tenging við almenningssamgöngur. Gera þarf austur-vestur brautina að aðalbraut vallarins með lengingu út í Skerjafjörð ásamt nauðsynlegum blindflugsbúnaði þannig að umferð um norður-suðurbraut verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig stytta þá braut. Það er misskilningur að flugvöllurinn hamli gegn þéttingu byggðar í borginni. Eins og sýnt er fram á í núgildandi Aðalskipulagi er aðalþéttingarsvæði borgarinnar um samgönguás frá vestri til austurs.Úrelt verðlaunatillaga Borgaryfirvöld hafa um langt skeið sýnt máli þessu lítinn skilning og hafa unnið leynt og ljóst að skerðingu vallarins með þann ásetning að leggja hann niður. Unnið er m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu sem enga skipulagsstöðu hefur. Það er miður. Svo virðist sem vilji sé til þess að afhenda verktökum flugvallarsvæðið til uppbyggingar en spor borgarinnar í þeim efnum hræða. Gerð byggðar í stað vallarins mundi auk þess vafalítið hafa óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurtjarnar. Tjörnin gæti einfaldlega horfið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflugvöll ef eldgos yrði á Reykjanesskaga en eins og kunnugt er hefur oft gosið þar og hraun runnið í sjó fram milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur heldur landsins alls. Skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er eðlilegt að landsmenn allir hafi um málið að segja. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti telur að flugvöllinn eigi ekki að færa til. Því ber skilyrðislaust að að halda honum þar sem hann er og byggja þar veglega flugstöð þegar í stað. Það er dapurlegt að núverandi ríkisstjórn og borgin skyldu sameinast um það að leggja niður neyðarflugbrautina. Enn dapurlegra er það þó þegar stjórnmálamenn taka ekki ábyrgð á gerðum sínum eða málefnum flugvallarins yfir höfuð. Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið að grípa inn í framvindu mála ef vilji er fyrir hendi og taka af skarið um hvort áfram skuli vera samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar í lofti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun