Reykjavíkurflugvöllur, miðstöð samgangna landsins Magnús Skúlason skrifar 12. október 2016 07:00 Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar á góma: Hvernig dettur ykkur í hug að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni? Á Íslandi eru ekki járnbrautir eins og víðast hvar í heiminum, því hljóta flugsamgöngur að koma þess í stað a.m.k. að einhverju leyti. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni um flugvöllinn. Ef litið er til þess að flugvellinum verði jafnað til aðaljárnbrautarstöðvar, eins og við þekkjum þær erlendis, er staðsetning hans og væntanlegrar flugstöðvar hin allra besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni. Með tilliti til veðurskilyrða er hann einnig afar vel staðsettur eins og allar rannsóknir sýna. Áætlanir borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á Miðnesheiði, eru fremur raunalegar í þessu samhengi. Með því væri í raun verið að leggja innanlandsflug niður ásamt því að leggja niður fjölmörg störf í borginni. Hins vegar mun innanlandsflug leggjast niður af sjálfu sér ef fargjöld eru eins há og nú er. Það gefur auga leið að ótækt er að ódýrara sé að fljúga til Kaupmannahafnar en Akureyrar. Því er m.a. um að kenna háum álögum ríkisvaldsins á innanlandsflugið en skv. nýlegu mati forstjóra Flugfélags Íslands mætti lækka fargjöld um 15% þegar í stað ef leiðrétting fengist. Hugsanlega er það ekki nóg og mætti jafnvel koma til niðurgreiðsla ríkisins til að fargjöld væru það hagstæð að miklu fleiri innlendir sem erlendir sæju sér færi á að nota flugið í stað þess að aka. Það mundi minnka umferð um vegina, álag á vegakerfið og þá einnig slysahættu. Þetta gæti verið hluti af samgönguáætlun sem nú er í smíðum, en líta þarf til heildarsýnar umferðar á landinu og þar með hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft. En meira þarf til. Í hinni nýju Flugstöð Reykjavíkur ætti að vera útleiga ódýrra rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir t.d. í París ásamt útleigu á rafmagnsreiðhjólum að hætti Kaupmannahafnar. Einnig þyrfti að vera góð tenging við almenningssamgöngur. Gera þarf austur-vestur brautina að aðalbraut vallarins með lengingu út í Skerjafjörð ásamt nauðsynlegum blindflugsbúnaði þannig að umferð um norður-suðurbraut verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig stytta þá braut. Það er misskilningur að flugvöllurinn hamli gegn þéttingu byggðar í borginni. Eins og sýnt er fram á í núgildandi Aðalskipulagi er aðalþéttingarsvæði borgarinnar um samgönguás frá vestri til austurs.Úrelt verðlaunatillaga Borgaryfirvöld hafa um langt skeið sýnt máli þessu lítinn skilning og hafa unnið leynt og ljóst að skerðingu vallarins með þann ásetning að leggja hann niður. Unnið er m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu sem enga skipulagsstöðu hefur. Það er miður. Svo virðist sem vilji sé til þess að afhenda verktökum flugvallarsvæðið til uppbyggingar en spor borgarinnar í þeim efnum hræða. Gerð byggðar í stað vallarins mundi auk þess vafalítið hafa óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurtjarnar. Tjörnin gæti einfaldlega horfið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflugvöll ef eldgos yrði á Reykjanesskaga en eins og kunnugt er hefur oft gosið þar og hraun runnið í sjó fram milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur heldur landsins alls. Skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er eðlilegt að landsmenn allir hafi um málið að segja. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti telur að flugvöllinn eigi ekki að færa til. Því ber skilyrðislaust að að halda honum þar sem hann er og byggja þar veglega flugstöð þegar í stað. Það er dapurlegt að núverandi ríkisstjórn og borgin skyldu sameinast um það að leggja niður neyðarflugbrautina. Enn dapurlegra er það þó þegar stjórnmálamenn taka ekki ábyrgð á gerðum sínum eða málefnum flugvallarins yfir höfuð. Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið að grípa inn í framvindu mála ef vilji er fyrir hendi og taka af skarið um hvort áfram skuli vera samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar í lofti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar á góma: Hvernig dettur ykkur í hug að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni? Á Íslandi eru ekki járnbrautir eins og víðast hvar í heiminum, því hljóta flugsamgöngur að koma þess í stað a.m.k. að einhverju leyti. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni um flugvöllinn. Ef litið er til þess að flugvellinum verði jafnað til aðaljárnbrautarstöðvar, eins og við þekkjum þær erlendis, er staðsetning hans og væntanlegrar flugstöðvar hin allra besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni. Með tilliti til veðurskilyrða er hann einnig afar vel staðsettur eins og allar rannsóknir sýna. Áætlanir borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á Miðnesheiði, eru fremur raunalegar í þessu samhengi. Með því væri í raun verið að leggja innanlandsflug niður ásamt því að leggja niður fjölmörg störf í borginni. Hins vegar mun innanlandsflug leggjast niður af sjálfu sér ef fargjöld eru eins há og nú er. Það gefur auga leið að ótækt er að ódýrara sé að fljúga til Kaupmannahafnar en Akureyrar. Því er m.a. um að kenna háum álögum ríkisvaldsins á innanlandsflugið en skv. nýlegu mati forstjóra Flugfélags Íslands mætti lækka fargjöld um 15% þegar í stað ef leiðrétting fengist. Hugsanlega er það ekki nóg og mætti jafnvel koma til niðurgreiðsla ríkisins til að fargjöld væru það hagstæð að miklu fleiri innlendir sem erlendir sæju sér færi á að nota flugið í stað þess að aka. Það mundi minnka umferð um vegina, álag á vegakerfið og þá einnig slysahættu. Þetta gæti verið hluti af samgönguáætlun sem nú er í smíðum, en líta þarf til heildarsýnar umferðar á landinu og þar með hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft. En meira þarf til. Í hinni nýju Flugstöð Reykjavíkur ætti að vera útleiga ódýrra rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir t.d. í París ásamt útleigu á rafmagnsreiðhjólum að hætti Kaupmannahafnar. Einnig þyrfti að vera góð tenging við almenningssamgöngur. Gera þarf austur-vestur brautina að aðalbraut vallarins með lengingu út í Skerjafjörð ásamt nauðsynlegum blindflugsbúnaði þannig að umferð um norður-suðurbraut verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig stytta þá braut. Það er misskilningur að flugvöllurinn hamli gegn þéttingu byggðar í borginni. Eins og sýnt er fram á í núgildandi Aðalskipulagi er aðalþéttingarsvæði borgarinnar um samgönguás frá vestri til austurs.Úrelt verðlaunatillaga Borgaryfirvöld hafa um langt skeið sýnt máli þessu lítinn skilning og hafa unnið leynt og ljóst að skerðingu vallarins með þann ásetning að leggja hann niður. Unnið er m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu sem enga skipulagsstöðu hefur. Það er miður. Svo virðist sem vilji sé til þess að afhenda verktökum flugvallarsvæðið til uppbyggingar en spor borgarinnar í þeim efnum hræða. Gerð byggðar í stað vallarins mundi auk þess vafalítið hafa óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurtjarnar. Tjörnin gæti einfaldlega horfið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflugvöll ef eldgos yrði á Reykjanesskaga en eins og kunnugt er hefur oft gosið þar og hraun runnið í sjó fram milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur heldur landsins alls. Skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er eðlilegt að landsmenn allir hafi um málið að segja. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti telur að flugvöllinn eigi ekki að færa til. Því ber skilyrðislaust að að halda honum þar sem hann er og byggja þar veglega flugstöð þegar í stað. Það er dapurlegt að núverandi ríkisstjórn og borgin skyldu sameinast um það að leggja niður neyðarflugbrautina. Enn dapurlegra er það þó þegar stjórnmálamenn taka ekki ábyrgð á gerðum sínum eða málefnum flugvallarins yfir höfuð. Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið að grípa inn í framvindu mála ef vilji er fyrir hendi og taka af skarið um hvort áfram skuli vera samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar í lofti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar