Reykjavíkurflugvöllur, miðstöð samgangna landsins Magnús Skúlason skrifar 12. október 2016 07:00 Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar á góma: Hvernig dettur ykkur í hug að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni? Á Íslandi eru ekki járnbrautir eins og víðast hvar í heiminum, því hljóta flugsamgöngur að koma þess í stað a.m.k. að einhverju leyti. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni um flugvöllinn. Ef litið er til þess að flugvellinum verði jafnað til aðaljárnbrautarstöðvar, eins og við þekkjum þær erlendis, er staðsetning hans og væntanlegrar flugstöðvar hin allra besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni. Með tilliti til veðurskilyrða er hann einnig afar vel staðsettur eins og allar rannsóknir sýna. Áætlanir borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á Miðnesheiði, eru fremur raunalegar í þessu samhengi. Með því væri í raun verið að leggja innanlandsflug niður ásamt því að leggja niður fjölmörg störf í borginni. Hins vegar mun innanlandsflug leggjast niður af sjálfu sér ef fargjöld eru eins há og nú er. Það gefur auga leið að ótækt er að ódýrara sé að fljúga til Kaupmannahafnar en Akureyrar. Því er m.a. um að kenna háum álögum ríkisvaldsins á innanlandsflugið en skv. nýlegu mati forstjóra Flugfélags Íslands mætti lækka fargjöld um 15% þegar í stað ef leiðrétting fengist. Hugsanlega er það ekki nóg og mætti jafnvel koma til niðurgreiðsla ríkisins til að fargjöld væru það hagstæð að miklu fleiri innlendir sem erlendir sæju sér færi á að nota flugið í stað þess að aka. Það mundi minnka umferð um vegina, álag á vegakerfið og þá einnig slysahættu. Þetta gæti verið hluti af samgönguáætlun sem nú er í smíðum, en líta þarf til heildarsýnar umferðar á landinu og þar með hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft. En meira þarf til. Í hinni nýju Flugstöð Reykjavíkur ætti að vera útleiga ódýrra rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir t.d. í París ásamt útleigu á rafmagnsreiðhjólum að hætti Kaupmannahafnar. Einnig þyrfti að vera góð tenging við almenningssamgöngur. Gera þarf austur-vestur brautina að aðalbraut vallarins með lengingu út í Skerjafjörð ásamt nauðsynlegum blindflugsbúnaði þannig að umferð um norður-suðurbraut verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig stytta þá braut. Það er misskilningur að flugvöllurinn hamli gegn þéttingu byggðar í borginni. Eins og sýnt er fram á í núgildandi Aðalskipulagi er aðalþéttingarsvæði borgarinnar um samgönguás frá vestri til austurs.Úrelt verðlaunatillaga Borgaryfirvöld hafa um langt skeið sýnt máli þessu lítinn skilning og hafa unnið leynt og ljóst að skerðingu vallarins með þann ásetning að leggja hann niður. Unnið er m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu sem enga skipulagsstöðu hefur. Það er miður. Svo virðist sem vilji sé til þess að afhenda verktökum flugvallarsvæðið til uppbyggingar en spor borgarinnar í þeim efnum hræða. Gerð byggðar í stað vallarins mundi auk þess vafalítið hafa óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurtjarnar. Tjörnin gæti einfaldlega horfið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflugvöll ef eldgos yrði á Reykjanesskaga en eins og kunnugt er hefur oft gosið þar og hraun runnið í sjó fram milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur heldur landsins alls. Skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er eðlilegt að landsmenn allir hafi um málið að segja. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti telur að flugvöllinn eigi ekki að færa til. Því ber skilyrðislaust að að halda honum þar sem hann er og byggja þar veglega flugstöð þegar í stað. Það er dapurlegt að núverandi ríkisstjórn og borgin skyldu sameinast um það að leggja niður neyðarflugbrautina. Enn dapurlegra er það þó þegar stjórnmálamenn taka ekki ábyrgð á gerðum sínum eða málefnum flugvallarins yfir höfuð. Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið að grípa inn í framvindu mála ef vilji er fyrir hendi og taka af skarið um hvort áfram skuli vera samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar í lofti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar á góma: Hvernig dettur ykkur í hug að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni? Á Íslandi eru ekki járnbrautir eins og víðast hvar í heiminum, því hljóta flugsamgöngur að koma þess í stað a.m.k. að einhverju leyti. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni um flugvöllinn. Ef litið er til þess að flugvellinum verði jafnað til aðaljárnbrautarstöðvar, eins og við þekkjum þær erlendis, er staðsetning hans og væntanlegrar flugstöðvar hin allra besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni. Með tilliti til veðurskilyrða er hann einnig afar vel staðsettur eins og allar rannsóknir sýna. Áætlanir borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á Miðnesheiði, eru fremur raunalegar í þessu samhengi. Með því væri í raun verið að leggja innanlandsflug niður ásamt því að leggja niður fjölmörg störf í borginni. Hins vegar mun innanlandsflug leggjast niður af sjálfu sér ef fargjöld eru eins há og nú er. Það gefur auga leið að ótækt er að ódýrara sé að fljúga til Kaupmannahafnar en Akureyrar. Því er m.a. um að kenna háum álögum ríkisvaldsins á innanlandsflugið en skv. nýlegu mati forstjóra Flugfélags Íslands mætti lækka fargjöld um 15% þegar í stað ef leiðrétting fengist. Hugsanlega er það ekki nóg og mætti jafnvel koma til niðurgreiðsla ríkisins til að fargjöld væru það hagstæð að miklu fleiri innlendir sem erlendir sæju sér færi á að nota flugið í stað þess að aka. Það mundi minnka umferð um vegina, álag á vegakerfið og þá einnig slysahættu. Þetta gæti verið hluti af samgönguáætlun sem nú er í smíðum, en líta þarf til heildarsýnar umferðar á landinu og þar með hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft. En meira þarf til. Í hinni nýju Flugstöð Reykjavíkur ætti að vera útleiga ódýrra rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir t.d. í París ásamt útleigu á rafmagnsreiðhjólum að hætti Kaupmannahafnar. Einnig þyrfti að vera góð tenging við almenningssamgöngur. Gera þarf austur-vestur brautina að aðalbraut vallarins með lengingu út í Skerjafjörð ásamt nauðsynlegum blindflugsbúnaði þannig að umferð um norður-suðurbraut verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig stytta þá braut. Það er misskilningur að flugvöllurinn hamli gegn þéttingu byggðar í borginni. Eins og sýnt er fram á í núgildandi Aðalskipulagi er aðalþéttingarsvæði borgarinnar um samgönguás frá vestri til austurs.Úrelt verðlaunatillaga Borgaryfirvöld hafa um langt skeið sýnt máli þessu lítinn skilning og hafa unnið leynt og ljóst að skerðingu vallarins með þann ásetning að leggja hann niður. Unnið er m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu sem enga skipulagsstöðu hefur. Það er miður. Svo virðist sem vilji sé til þess að afhenda verktökum flugvallarsvæðið til uppbyggingar en spor borgarinnar í þeim efnum hræða. Gerð byggðar í stað vallarins mundi auk þess vafalítið hafa óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurtjarnar. Tjörnin gæti einfaldlega horfið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflugvöll ef eldgos yrði á Reykjanesskaga en eins og kunnugt er hefur oft gosið þar og hraun runnið í sjó fram milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur heldur landsins alls. Skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er eðlilegt að landsmenn allir hafi um málið að segja. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti telur að flugvöllinn eigi ekki að færa til. Því ber skilyrðislaust að að halda honum þar sem hann er og byggja þar veglega flugstöð þegar í stað. Það er dapurlegt að núverandi ríkisstjórn og borgin skyldu sameinast um það að leggja niður neyðarflugbrautina. Enn dapurlegra er það þó þegar stjórnmálamenn taka ekki ábyrgð á gerðum sínum eða málefnum flugvallarins yfir höfuð. Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið að grípa inn í framvindu mála ef vilji er fyrir hendi og taka af skarið um hvort áfram skuli vera samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar í lofti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar