Miðar KKÍ á Eurobasket í Finnlandi gætu selst upp á næstu dögum | Þúsund fóru í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2016 19:00 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var mjög ánægður með það hvernig miðasalan á leiki íslenska landsliðsins á Eurobasket 2017 fór af stað í dag. Takmarkaður fjöldi miða er í boði. Fyrir tveimur árum seldust eitt þúsund miðapakkar á lokakeppnina í Berlín á fyrsta degi og það sama gerðist í dag. „Þetta er algjörlega frábært enda eru hátt í þúsund miðar farnir hjá okkur í dag. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Hannes í viðtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á 365. „Til að vera öruggur með að fá miða þá þarf fólk bara að drífa sig inn á Tix.is og ná sér í miða. Þetta fór hratt af stað og hefur síðan gengið vel í dag. Við erum bjartsýn með það að ná að vera með hátt í tvö þúsund Íslendinga á öllum körfuboltaleikjum á Eurobasket," sagði Hannes. Það verður flautað til leiks í Helsinki 30. ágúst á næsta ári. Það þótti mörgum full mikil bjartsýni þegar Körfuknattleikssambandið talaði um möguleika á því að vera með hátt í þrjú þúsund Íslendinga á áhorfendapöllunum í Finnlandi „Við erum að horfa á það að þessir pakkamiðar okkar seljist upp á næstu dögum. Það er bara gleði og stemmning framundan. þetta sýnir bara hvað íslenskir áhorfendur og stuðningsmenn eru frábærir,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið í fótbolta leikur á móti Finnum 2. september í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere og næsta víst að þúsundir Íslendinga muni fjölmenna til Finnlands til að sjá íslensku landsliðið keppa í Finnlandi. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári. 7. október 2016 10:40 Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var mjög ánægður með það hvernig miðasalan á leiki íslenska landsliðsins á Eurobasket 2017 fór af stað í dag. Takmarkaður fjöldi miða er í boði. Fyrir tveimur árum seldust eitt þúsund miðapakkar á lokakeppnina í Berlín á fyrsta degi og það sama gerðist í dag. „Þetta er algjörlega frábært enda eru hátt í þúsund miðar farnir hjá okkur í dag. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Hannes í viðtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á 365. „Til að vera öruggur með að fá miða þá þarf fólk bara að drífa sig inn á Tix.is og ná sér í miða. Þetta fór hratt af stað og hefur síðan gengið vel í dag. Við erum bjartsýn með það að ná að vera með hátt í tvö þúsund Íslendinga á öllum körfuboltaleikjum á Eurobasket," sagði Hannes. Það verður flautað til leiks í Helsinki 30. ágúst á næsta ári. Það þótti mörgum full mikil bjartsýni þegar Körfuknattleikssambandið talaði um möguleika á því að vera með hátt í þrjú þúsund Íslendinga á áhorfendapöllunum í Finnlandi „Við erum að horfa á það að þessir pakkamiðar okkar seljist upp á næstu dögum. Það er bara gleði og stemmning framundan. þetta sýnir bara hvað íslenskir áhorfendur og stuðningsmenn eru frábærir,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið í fótbolta leikur á móti Finnum 2. september í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere og næsta víst að þúsundir Íslendinga muni fjölmenna til Finnlands til að sjá íslensku landsliðið keppa í Finnlandi. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári. 7. október 2016 10:40 Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári. 7. október 2016 10:40
Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30