Seðlabankinn varar við áhættu vegna vaxandi húsnæðisverðs Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 15:22 Raunhækkun íbúðaverðs miðsvæðis stafar að miklu leyti af því að íbúðir þar fengu ný og verðmætari not í útleigu til ferðamanna. Vísir/Vilhelm Raunverð bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur hækkað hratt og er orðið hátt í sögulegu samhengi. Gangi spár um áframhaldandi hækkun eftir aukast líkur á verðfalli síðar komi bakslag í efnahagslífið. Þetta ritar Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, í inngangsorðum rits bankans Fjármálastöðguleiki. Á móti komi að innlendar skuldir einkageirans hafi vaxið hægar en landsframleiðslan og að aukinn kaupmáttur heimila og batnandi eiginfjárstaða hafi aukið getu þeirra til þess að standa undir greiðslubyrði af skuldum og svigrúm til að taka á sig áföll. Vaxandi spennu gæti þó á vinnumarkaði og á húsnæðismarkaði, sem gæti boðað aukna áhættu í fjármálakerfinu er fram líða stundir. Því verði nauðsynlegt að fylgjast vel með þróun á þessum mörkuðum á næstu misserum. Áhætta að byggjast upp á fasteignamarkaðiFram kemur í ritinu að áhætta gæti verið að byggjast upp einkum á fasteignamarkaði. Fasteignaverð hafi haldið áfram að hækka á árinu. Í ágúst var raunverð íbúða 12,1 prósent hærra en árið áður og tólf mánaða hækkun þess hefur mælst yfir 5 prósent nánast samfleytt í tvö og hálft ár. Árshækkun raunverðs atvinnuhúsnæðis á höfuð borgarsvæðinu var 14,3 prósent á öðrum ársfjórðungi og hefur verið yfir 9 prósent í rúm tvö ár. Raunverð íbúðarhúsnæðis er enn hæst miðsvæðis í Reykjavík en undanfarið hefur það hækkað hraðast í hverfum lengra frá miðborginni.Íbúðaverð hækkað um 50% vegna útleigu til ferðamannaFrá árinu 2010 hefur íbúðaverð innan Hringbrautar, í Vesturbæ og Hlíðum í Reykjavík hækkað um 50 prósent að raunvirði og er nú um 5 prósent lægra en það reis hæst í lok árs 2007. Í öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur raunverð íbúða hækkað um 37 prósent að jafnaði á sama tíma. Raunhækkun íbúðaverðs miðsvæðis stafar að miklu leyti af því að íbúðir þar fengu ný og verðmætari not í útleigu til ferðamanna. Undanfarið hefur eftirspurn aukist eftir nýju eða stærra húsnæði sem rekja má til viðvarandi hagvaxtar og eftir litlum íbúðum í ódýrari hverfum, sem meðal annars má rekja til fólksfjölgunar. Íbúðarhúsnæði miðsvæði í Reykjavík er í auknum mæli nýtt sem gistiheimili fyrir ferðamenn. Framboð íbúðarhúsnæðis hefur því dregist saman sem því nemur og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á öðrum svæðum hefur aukist. Viðvarandi hagvöxtur og fólksflutningar til landsins stuðla einnig að frekari hækkun fasteignaverðs. Hærra verð leiðir jafnan til aukins framboðs og sveiflan dempast með tímanum, en þá þarf að mæta eftirspurninni með uppbyggingu.Krónan hækkað um 11,6% á árinuEfnahagsleg skilyrði eru í meginatriðum hagstæð. Hagvöxtur er þróttmikill og er eins og á síðustu árum aðallega drifinn áfram af vexti bæði útflutnings- og ráðstöfunartekna ásamt bættum efnahag heimila og fyrirtækja. Auknar tekjur af ferðamönnum og hagstæð viðskiptakjör hafa stuðlað að viðvarandi myndarlegum við skiptaafgangi. Afgangurinn hefur ásamt nýfjárfestingu leitt til gjaldeyrisinnstreymis og því hefur gengi krónunnar hækkaði um 11,6 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þrátt fyrir 290 milljarða króna kaup Seðlabankans á gjaldeyri. Gjaldeyrisforðinn er að mati Seðlabankans nægjanlegur til að styðja við almenna losun fjármagnshafta en mikilvæg skref hafa þegar verið stigin á þessu ári. Matsfyrirtækið Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep í byrjun september, úr Baa2 í A3. Hækkunin var meðal annars rökstudd með því að skref að losun fjármagnshaftanna hafi heppnast vel og skuldir ríkissjóðs lækkað. Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins námu um mitt ár rúmlega 1 prósent af landsframleiðslu og hefur erlend staða þjóðarbúsins ekki verið betri í hálfa öld. Samhliða hefur álag á vexti ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum lækkað.Enn hægir á vexti á heimsvísuNokkur órói hefur verið á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er ári. Síðustu mánuði hefur gengi hlutabréfa á flestum mörkuðum þokast upp á við eftir brösuga byrjun á árinu. Í lok september hafði evrópska STOXX-vísitalan aðeins hækkað um 3,3 prósent frá áramótum en bandaríska S&P-vísitalan hafði hækkað um 7,8 prósent á sama tíma og breska FTSE-vísitalan um 12,5 prósent og skýrist það að nokkru leyti af gengislækkun pundsins á sama tíma. Hlutabréfamarkaðir í Japan og í Sjanghæ voru 12,6 prósent og 7,4 prósent lægri en um áramótin en þessir markaðir lækkuðu báðir verulega í upphafi árs og hafa enn ekki jafnað sig eftir það. Tengdar fréttir BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Raunverð bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur hækkað hratt og er orðið hátt í sögulegu samhengi. Gangi spár um áframhaldandi hækkun eftir aukast líkur á verðfalli síðar komi bakslag í efnahagslífið. Þetta ritar Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, í inngangsorðum rits bankans Fjármálastöðguleiki. Á móti komi að innlendar skuldir einkageirans hafi vaxið hægar en landsframleiðslan og að aukinn kaupmáttur heimila og batnandi eiginfjárstaða hafi aukið getu þeirra til þess að standa undir greiðslubyrði af skuldum og svigrúm til að taka á sig áföll. Vaxandi spennu gæti þó á vinnumarkaði og á húsnæðismarkaði, sem gæti boðað aukna áhættu í fjármálakerfinu er fram líða stundir. Því verði nauðsynlegt að fylgjast vel með þróun á þessum mörkuðum á næstu misserum. Áhætta að byggjast upp á fasteignamarkaðiFram kemur í ritinu að áhætta gæti verið að byggjast upp einkum á fasteignamarkaði. Fasteignaverð hafi haldið áfram að hækka á árinu. Í ágúst var raunverð íbúða 12,1 prósent hærra en árið áður og tólf mánaða hækkun þess hefur mælst yfir 5 prósent nánast samfleytt í tvö og hálft ár. Árshækkun raunverðs atvinnuhúsnæðis á höfuð borgarsvæðinu var 14,3 prósent á öðrum ársfjórðungi og hefur verið yfir 9 prósent í rúm tvö ár. Raunverð íbúðarhúsnæðis er enn hæst miðsvæðis í Reykjavík en undanfarið hefur það hækkað hraðast í hverfum lengra frá miðborginni.Íbúðaverð hækkað um 50% vegna útleigu til ferðamannaFrá árinu 2010 hefur íbúðaverð innan Hringbrautar, í Vesturbæ og Hlíðum í Reykjavík hækkað um 50 prósent að raunvirði og er nú um 5 prósent lægra en það reis hæst í lok árs 2007. Í öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur raunverð íbúða hækkað um 37 prósent að jafnaði á sama tíma. Raunhækkun íbúðaverðs miðsvæðis stafar að miklu leyti af því að íbúðir þar fengu ný og verðmætari not í útleigu til ferðamanna. Undanfarið hefur eftirspurn aukist eftir nýju eða stærra húsnæði sem rekja má til viðvarandi hagvaxtar og eftir litlum íbúðum í ódýrari hverfum, sem meðal annars má rekja til fólksfjölgunar. Íbúðarhúsnæði miðsvæði í Reykjavík er í auknum mæli nýtt sem gistiheimili fyrir ferðamenn. Framboð íbúðarhúsnæðis hefur því dregist saman sem því nemur og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á öðrum svæðum hefur aukist. Viðvarandi hagvöxtur og fólksflutningar til landsins stuðla einnig að frekari hækkun fasteignaverðs. Hærra verð leiðir jafnan til aukins framboðs og sveiflan dempast með tímanum, en þá þarf að mæta eftirspurninni með uppbyggingu.Krónan hækkað um 11,6% á árinuEfnahagsleg skilyrði eru í meginatriðum hagstæð. Hagvöxtur er þróttmikill og er eins og á síðustu árum aðallega drifinn áfram af vexti bæði útflutnings- og ráðstöfunartekna ásamt bættum efnahag heimila og fyrirtækja. Auknar tekjur af ferðamönnum og hagstæð viðskiptakjör hafa stuðlað að viðvarandi myndarlegum við skiptaafgangi. Afgangurinn hefur ásamt nýfjárfestingu leitt til gjaldeyrisinnstreymis og því hefur gengi krónunnar hækkaði um 11,6 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þrátt fyrir 290 milljarða króna kaup Seðlabankans á gjaldeyri. Gjaldeyrisforðinn er að mati Seðlabankans nægjanlegur til að styðja við almenna losun fjármagnshafta en mikilvæg skref hafa þegar verið stigin á þessu ári. Matsfyrirtækið Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep í byrjun september, úr Baa2 í A3. Hækkunin var meðal annars rökstudd með því að skref að losun fjármagnshaftanna hafi heppnast vel og skuldir ríkissjóðs lækkað. Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins námu um mitt ár rúmlega 1 prósent af landsframleiðslu og hefur erlend staða þjóðarbúsins ekki verið betri í hálfa öld. Samhliða hefur álag á vexti ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum lækkað.Enn hægir á vexti á heimsvísuNokkur órói hefur verið á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er ári. Síðustu mánuði hefur gengi hlutabréfa á flestum mörkuðum þokast upp á við eftir brösuga byrjun á árinu. Í lok september hafði evrópska STOXX-vísitalan aðeins hækkað um 3,3 prósent frá áramótum en bandaríska S&P-vísitalan hafði hækkað um 7,8 prósent á sama tíma og breska FTSE-vísitalan um 12,5 prósent og skýrist það að nokkru leyti af gengislækkun pundsins á sama tíma. Hlutabréfamarkaðir í Japan og í Sjanghæ voru 12,6 prósent og 7,4 prósent lægri en um áramótin en þessir markaðir lækkuðu báðir verulega í upphafi árs og hafa enn ekki jafnað sig eftir það.
Tengdar fréttir BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01
Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00