Hundar rífa í sig bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 16:28 Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent
Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent