BMW 3-línan fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 10:13 BMW 3-línan. BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent
BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent