Körfubolti

Stjörnunni og Snæfelli spáð Íslandsmeistaratitlum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
KR fagnar titlinum á síðustu leiktíð. Valdatíð þeirra er lokið samkvæmt spánni.
KR fagnar titlinum á síðustu leiktíð. Valdatíð þeirra er lokið samkvæmt spánni. vísir/stefán
Á kynningarfundi Dominos-deildanna í hádeginu var uppljóstrað um spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna fyrir veturinn.

Samkvæmt spánni verður KR ekki Íslandsmeistari fjórða árið í röð í karlaflokki. Stjörnunni er spáð titlinum en Stjarnan fékk stigi meira en KR í spánni.

Í tveimur neðstu sætunum verða síðan Snæfell og Skallagrímur.

Snæfelli er spáð titlinum í kvennadeildinni en það kemur líklega fáum á óvart. Meistararnir hafa styrkt sig milli ára og verður erfitt að henda Snæfelli af stalli.

Spáin fyrir Dominos-deild karla:

1. Stjarnan - 404 stig

2. KR - 403 stig

3. Tindastóll - 358

4. Þór Þ. - 282

5. Njarðvík - 251

6.-7. Haukar 223

6.-7. Þór Ak. - 223

8. Keflavík - 205

9. ÍR - 168

10. Grindavík - 148

11. Skallagrímur - 96

12. Snæfell - 44

Spáin fyrir Dominos-deild kvenna:

1. Snæfell - 186 stig

2. Skallagrímur - 141

3. Grindavík - 133

4. Stjarnan - 118

5. Valur - 105

6. Haukar - 100

7. Keflavík - 46

8. Njarðvík - 37

Spáin fyrir 1. deild karla:

1. Fjölnir - 228 stig

2. Valur - 202

3. Höttur - 157

4. Breiðablik - 149

5. FSu - 135

6. Hamar - 123

7. ÍA - 117

8. Vestri - 73

9. Ármann - 29




Fleiri fréttir

Sjá meira


×