Hvers á fólkið að gjalda? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 4. október 2016 00:00 Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysasleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem löggjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eignaspjöllum. Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykjavík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það möglunarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar milljarða króna í nágrannalöndum. Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þúsund tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega 200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró. Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu. Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður slátrað annars staðar. Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10 þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði til Berufjarðar?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysasleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem löggjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eignaspjöllum. Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykjavík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það möglunarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar milljarða króna í nágrannalöndum. Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þúsund tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega 200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró. Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu. Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður slátrað annars staðar. Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10 þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði til Berufjarðar?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar