Hvers á fólkið að gjalda? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 4. október 2016 00:00 Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysasleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem löggjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eignaspjöllum. Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykjavík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það möglunarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar milljarða króna í nágrannalöndum. Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þúsund tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega 200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró. Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu. Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður slátrað annars staðar. Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10 þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði til Berufjarðar?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysasleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem löggjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eignaspjöllum. Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykjavík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það möglunarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar milljarða króna í nágrannalöndum. Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þúsund tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega 200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró. Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu. Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður slátrað annars staðar. Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10 þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði til Berufjarðar?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun