Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10. október Steinn Thoroddsen Halldórsson skrifar 5. október 2016 10:32 Næstkomandi mánudag, 10. október, verður Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í 25.skipti. Markmið dagsins eru meðal annars að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning og sporna gegn fordómum. Markmið dagsins ríma vel við markmið Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags nemenda við Háskóla Íslands. Félagið var stofnað snemma í vor í þeim tilgangi að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðraskanir. Starfið hófst formlega í þessari viku með okkar fyrstu heimsóknum í menntaskóla en sjálfboðaliðar félagsins munu á næstu vikum fara vítt og breitt um landið að ræða við framhaldsskólanema. Í aðdraganda Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október stendur Hugrún fyrir greinaskriftaátaki þar sem birtast bæði reynslusögur og grein frá sjónarhóli fagaðila á Vísi.is. Á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sjálfum stendur Hugrún fyrir opnu fræðslukvöldi í Háskóla Íslands. Á dagskrá verða erindi um þunglyndi, átröskun sem og geðheilbrigði almennt. Við hvetjum allt áhugafólk um geðheilbrigðismál til að mæta og fagna Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum með okkur. Dagskrá kvöldsins má finna hér. Geðheilbrigðismál eru einn allra mikilvægasti flokkur heilbrigðismála og þar af leiðandi eitt stærsta verkefni sem hvert og eitt samfélag stendur frammi fyrir. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út skýrslu um hversu mörg góð æviár tapast vegna mismunandi sjúkdóma. Í hinum vestræna heimi er þunglyndi í fyrsta sæti, á undan hjarta- og æðasjúkdómum og Alzheimer. Þar að auki er áfengisfíkn í 5. sæti. Byrði samfélagsins og einstaklinga vegna geðrænna veikinda er því gífurleg og sýnir vel nauðsyn þess að við gerum betur í þessum málaflokki. Við í Hugrúnu viljum því hvetja almenning til að fylgjast með átakinu og taka þátt í Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum. Veitum geðheilbrigðismálum það vægi sem þau eiga skilið. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi mánudag, 10. október, verður Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í 25.skipti. Markmið dagsins eru meðal annars að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning og sporna gegn fordómum. Markmið dagsins ríma vel við markmið Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags nemenda við Háskóla Íslands. Félagið var stofnað snemma í vor í þeim tilgangi að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðraskanir. Starfið hófst formlega í þessari viku með okkar fyrstu heimsóknum í menntaskóla en sjálfboðaliðar félagsins munu á næstu vikum fara vítt og breitt um landið að ræða við framhaldsskólanema. Í aðdraganda Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október stendur Hugrún fyrir greinaskriftaátaki þar sem birtast bæði reynslusögur og grein frá sjónarhóli fagaðila á Vísi.is. Á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sjálfum stendur Hugrún fyrir opnu fræðslukvöldi í Háskóla Íslands. Á dagskrá verða erindi um þunglyndi, átröskun sem og geðheilbrigði almennt. Við hvetjum allt áhugafólk um geðheilbrigðismál til að mæta og fagna Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum með okkur. Dagskrá kvöldsins má finna hér. Geðheilbrigðismál eru einn allra mikilvægasti flokkur heilbrigðismála og þar af leiðandi eitt stærsta verkefni sem hvert og eitt samfélag stendur frammi fyrir. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út skýrslu um hversu mörg góð æviár tapast vegna mismunandi sjúkdóma. Í hinum vestræna heimi er þunglyndi í fyrsta sæti, á undan hjarta- og æðasjúkdómum og Alzheimer. Þar að auki er áfengisfíkn í 5. sæti. Byrði samfélagsins og einstaklinga vegna geðrænna veikinda er því gífurleg og sýnir vel nauðsyn þess að við gerum betur í þessum málaflokki. Við í Hugrúnu viljum því hvetja almenning til að fylgjast með átakinu og taka þátt í Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum. Veitum geðheilbrigðismálum það vægi sem þau eiga skilið. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar