Ef íslenskir stjórnmálamenn væru afburðastjórnendur Agnes Hólm Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Mikið er til af kenningum og matsaðferðum við að meta árangur og stjórnun skipulagsheilda. Án þess að fara í saumana á muninum á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, viðskiptafræði og stjórnun má velta fyrir sér af hverju það virðist svona flókið að stjórna landi eins og Íslandi, með um 330.000 íbúa. Hjá Siemens starfa til dæmis um 350.000 manns og hjá Securitas starfa um 330.000 manns. Afburðastjórnendur hafa hagsmuni allra lykilhagsmunaaðila að leiðarljósi og vinna stöðugt að því að bæta ánægju þeirra allra. Það er sem sagt ekki talin góð stjórnun að þjóna helst vinum, vandamönnum eða öðrum sem stjórnendur kæra sig mest um. Afburðaforysta felur einnig í sér að þróa hlutverk, framtíðarsýn og góð gildi sem er fylgt eftir. Það er auðvelt að ímynda sér að meginhlutverk ríkisstjórnar sé einmitt þessi stjórnun og umbætur á þörfum og væntingum íbúa. Ef framtíðarsýnin byggðist á einhvers konar metnaði má auðveldlega ímynda sér að hún fæli í sér að það væri einstaklega gott að búa á Íslandi. Að minnsta kosti jafngott og í nágrannalöndunum eða jafnvel betra. Að allir hafi nauðsynlegan aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn þurfi að verða gjaldþrota vegna veikinda. Að almennir borgarar geti eignast húsnæðið sitt ef þeim sýnist svo. Að almennir borgarar geti leigt húsnæði ef þeim sýnist svo. Að nemendur séu styrktir til náms. Að frumkvöðlar séu styrktir til framkvæmda. Að foreldrar geti verið heima með börnunum sínum ef þeim sýnist svo. Að lítil börn og gamalt fólk geti fengið hollan og næringarríkan mat. Að almennir borgarar hætti að greiða fyrir vitleysingagang þeirra ríku. Fjárdráttur, mútuþægni, lygar, hroki, geymsla fjármagns í skattaskjólum og vinalýðræði teljast varla góð gildi í nútímaþjóðfélagi.Fyrirmynd annarra í siðferði Afburðastjórnendur eru fyrirmynd annarra í siðferði en margt bendir til þess að almennir borgarar á Íslandi hafi betra siðferði en sumar hverjar af svokölluðum fyrirmyndum. Afburðastjórnendur eru einnig góðir að virkja aðra með sér en fjölmargir stjórnmálamenn á Íslandi í dag eiga í mesta basli með að virkja eigin stjórnmálaflokk – hvað þá aðra. Traust, virðing, auðmýkt og jafningabragur eru einnig oft nefnd sem einkenni afburðastjórnenda. Sumir þeirra eru jafnvel fljótir að axla persónulega ábyrgð þegar miður fer en þakka samstarfsmönnum sínum og undirmönnum þegar vel gengur. Þetta er allt hluti af því að taka persónulega ábyrgð á ævarandi uppbyggingu á framúrskarandi samstarfsmenningu. Almennir borgarar geta auðveldlega fengið kvíðakast af að horfa á starfshættina á Alþingi og þá átakamenningu sem þar ríkir. Alls ekki svo framúrskarandi. Afburðastjórnendur sjá einnig til þess að ferli og þjónusta séu vel hönnuð, vel stjórnað og stöðugt bætt til að bæta ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Það eru til vel reknar skipulagsheildir á vegum hins opinbera. ÁTVR er þar gott dæmi og hefur unnið til ýmiss konar stjórnunarverðlauna sem undirstrikar það. Aðra sögu er að segja um nokkrar aðrar. Sjúklingar, aldraðir og leikskólabörn eru móttakendur þjónustu – viðskiptavinir. Alþingismenn hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi vegna lélegs skipulags á Alþingi. Að verklagið þar bitni beinlínis á þjóðinni. Góð hönnun kostar ekki pening, hún sparar pening og eykur þjónustu. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið vilji ekki gera sitt besta. Forystan er brotin og almennur starfsmaður hefur lítil eða engin völd til umbóta. Afburðastjórnendur hafa jafnrétti í hávegum og fólki er ekki mismunað vegna kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Tiltekinn stjórnmálaflokkur virðist hafa einstaka velþóknun á miðaldra hvítum karlmönnum og tiltekin stofnun virðist ekki geta haft lágmarks mannréttindi að leiðarljósi í hönnun sinni á ferlum og þjónustu til hælisleitanda. Já og hvað er eiginlega málið með allar þessar stofnanir og nefndir? Sumar þjóna sínum tilgangi ágætlega og gera það jafnvel á skilvirkan hátt en tugir og hundruð af þeim í 330.000 íbúa landi – hvernig ætli Siemens myndi ganga með þess háttar stjórnskipulag? Maður spyr sig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mikið er til af kenningum og matsaðferðum við að meta árangur og stjórnun skipulagsheilda. Án þess að fara í saumana á muninum á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, viðskiptafræði og stjórnun má velta fyrir sér af hverju það virðist svona flókið að stjórna landi eins og Íslandi, með um 330.000 íbúa. Hjá Siemens starfa til dæmis um 350.000 manns og hjá Securitas starfa um 330.000 manns. Afburðastjórnendur hafa hagsmuni allra lykilhagsmunaaðila að leiðarljósi og vinna stöðugt að því að bæta ánægju þeirra allra. Það er sem sagt ekki talin góð stjórnun að þjóna helst vinum, vandamönnum eða öðrum sem stjórnendur kæra sig mest um. Afburðaforysta felur einnig í sér að þróa hlutverk, framtíðarsýn og góð gildi sem er fylgt eftir. Það er auðvelt að ímynda sér að meginhlutverk ríkisstjórnar sé einmitt þessi stjórnun og umbætur á þörfum og væntingum íbúa. Ef framtíðarsýnin byggðist á einhvers konar metnaði má auðveldlega ímynda sér að hún fæli í sér að það væri einstaklega gott að búa á Íslandi. Að minnsta kosti jafngott og í nágrannalöndunum eða jafnvel betra. Að allir hafi nauðsynlegan aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn þurfi að verða gjaldþrota vegna veikinda. Að almennir borgarar geti eignast húsnæðið sitt ef þeim sýnist svo. Að almennir borgarar geti leigt húsnæði ef þeim sýnist svo. Að nemendur séu styrktir til náms. Að frumkvöðlar séu styrktir til framkvæmda. Að foreldrar geti verið heima með börnunum sínum ef þeim sýnist svo. Að lítil börn og gamalt fólk geti fengið hollan og næringarríkan mat. Að almennir borgarar hætti að greiða fyrir vitleysingagang þeirra ríku. Fjárdráttur, mútuþægni, lygar, hroki, geymsla fjármagns í skattaskjólum og vinalýðræði teljast varla góð gildi í nútímaþjóðfélagi.Fyrirmynd annarra í siðferði Afburðastjórnendur eru fyrirmynd annarra í siðferði en margt bendir til þess að almennir borgarar á Íslandi hafi betra siðferði en sumar hverjar af svokölluðum fyrirmyndum. Afburðastjórnendur eru einnig góðir að virkja aðra með sér en fjölmargir stjórnmálamenn á Íslandi í dag eiga í mesta basli með að virkja eigin stjórnmálaflokk – hvað þá aðra. Traust, virðing, auðmýkt og jafningabragur eru einnig oft nefnd sem einkenni afburðastjórnenda. Sumir þeirra eru jafnvel fljótir að axla persónulega ábyrgð þegar miður fer en þakka samstarfsmönnum sínum og undirmönnum þegar vel gengur. Þetta er allt hluti af því að taka persónulega ábyrgð á ævarandi uppbyggingu á framúrskarandi samstarfsmenningu. Almennir borgarar geta auðveldlega fengið kvíðakast af að horfa á starfshættina á Alþingi og þá átakamenningu sem þar ríkir. Alls ekki svo framúrskarandi. Afburðastjórnendur sjá einnig til þess að ferli og þjónusta séu vel hönnuð, vel stjórnað og stöðugt bætt til að bæta ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Það eru til vel reknar skipulagsheildir á vegum hins opinbera. ÁTVR er þar gott dæmi og hefur unnið til ýmiss konar stjórnunarverðlauna sem undirstrikar það. Aðra sögu er að segja um nokkrar aðrar. Sjúklingar, aldraðir og leikskólabörn eru móttakendur þjónustu – viðskiptavinir. Alþingismenn hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi vegna lélegs skipulags á Alþingi. Að verklagið þar bitni beinlínis á þjóðinni. Góð hönnun kostar ekki pening, hún sparar pening og eykur þjónustu. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið vilji ekki gera sitt besta. Forystan er brotin og almennur starfsmaður hefur lítil eða engin völd til umbóta. Afburðastjórnendur hafa jafnrétti í hávegum og fólki er ekki mismunað vegna kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Tiltekinn stjórnmálaflokkur virðist hafa einstaka velþóknun á miðaldra hvítum karlmönnum og tiltekin stofnun virðist ekki geta haft lágmarks mannréttindi að leiðarljósi í hönnun sinni á ferlum og þjónustu til hælisleitanda. Já og hvað er eiginlega málið með allar þessar stofnanir og nefndir? Sumar þjóna sínum tilgangi ágætlega og gera það jafnvel á skilvirkan hátt en tugir og hundruð af þeim í 330.000 íbúa landi – hvernig ætli Siemens myndi ganga með þess háttar stjórnskipulag? Maður spyr sig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar