Ef íslenskir stjórnmálamenn væru afburðastjórnendur Agnes Hólm Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Mikið er til af kenningum og matsaðferðum við að meta árangur og stjórnun skipulagsheilda. Án þess að fara í saumana á muninum á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, viðskiptafræði og stjórnun má velta fyrir sér af hverju það virðist svona flókið að stjórna landi eins og Íslandi, með um 330.000 íbúa. Hjá Siemens starfa til dæmis um 350.000 manns og hjá Securitas starfa um 330.000 manns. Afburðastjórnendur hafa hagsmuni allra lykilhagsmunaaðila að leiðarljósi og vinna stöðugt að því að bæta ánægju þeirra allra. Það er sem sagt ekki talin góð stjórnun að þjóna helst vinum, vandamönnum eða öðrum sem stjórnendur kæra sig mest um. Afburðaforysta felur einnig í sér að þróa hlutverk, framtíðarsýn og góð gildi sem er fylgt eftir. Það er auðvelt að ímynda sér að meginhlutverk ríkisstjórnar sé einmitt þessi stjórnun og umbætur á þörfum og væntingum íbúa. Ef framtíðarsýnin byggðist á einhvers konar metnaði má auðveldlega ímynda sér að hún fæli í sér að það væri einstaklega gott að búa á Íslandi. Að minnsta kosti jafngott og í nágrannalöndunum eða jafnvel betra. Að allir hafi nauðsynlegan aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn þurfi að verða gjaldþrota vegna veikinda. Að almennir borgarar geti eignast húsnæðið sitt ef þeim sýnist svo. Að almennir borgarar geti leigt húsnæði ef þeim sýnist svo. Að nemendur séu styrktir til náms. Að frumkvöðlar séu styrktir til framkvæmda. Að foreldrar geti verið heima með börnunum sínum ef þeim sýnist svo. Að lítil börn og gamalt fólk geti fengið hollan og næringarríkan mat. Að almennir borgarar hætti að greiða fyrir vitleysingagang þeirra ríku. Fjárdráttur, mútuþægni, lygar, hroki, geymsla fjármagns í skattaskjólum og vinalýðræði teljast varla góð gildi í nútímaþjóðfélagi.Fyrirmynd annarra í siðferði Afburðastjórnendur eru fyrirmynd annarra í siðferði en margt bendir til þess að almennir borgarar á Íslandi hafi betra siðferði en sumar hverjar af svokölluðum fyrirmyndum. Afburðastjórnendur eru einnig góðir að virkja aðra með sér en fjölmargir stjórnmálamenn á Íslandi í dag eiga í mesta basli með að virkja eigin stjórnmálaflokk – hvað þá aðra. Traust, virðing, auðmýkt og jafningabragur eru einnig oft nefnd sem einkenni afburðastjórnenda. Sumir þeirra eru jafnvel fljótir að axla persónulega ábyrgð þegar miður fer en þakka samstarfsmönnum sínum og undirmönnum þegar vel gengur. Þetta er allt hluti af því að taka persónulega ábyrgð á ævarandi uppbyggingu á framúrskarandi samstarfsmenningu. Almennir borgarar geta auðveldlega fengið kvíðakast af að horfa á starfshættina á Alþingi og þá átakamenningu sem þar ríkir. Alls ekki svo framúrskarandi. Afburðastjórnendur sjá einnig til þess að ferli og þjónusta séu vel hönnuð, vel stjórnað og stöðugt bætt til að bæta ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Það eru til vel reknar skipulagsheildir á vegum hins opinbera. ÁTVR er þar gott dæmi og hefur unnið til ýmiss konar stjórnunarverðlauna sem undirstrikar það. Aðra sögu er að segja um nokkrar aðrar. Sjúklingar, aldraðir og leikskólabörn eru móttakendur þjónustu – viðskiptavinir. Alþingismenn hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi vegna lélegs skipulags á Alþingi. Að verklagið þar bitni beinlínis á þjóðinni. Góð hönnun kostar ekki pening, hún sparar pening og eykur þjónustu. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið vilji ekki gera sitt besta. Forystan er brotin og almennur starfsmaður hefur lítil eða engin völd til umbóta. Afburðastjórnendur hafa jafnrétti í hávegum og fólki er ekki mismunað vegna kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Tiltekinn stjórnmálaflokkur virðist hafa einstaka velþóknun á miðaldra hvítum karlmönnum og tiltekin stofnun virðist ekki geta haft lágmarks mannréttindi að leiðarljósi í hönnun sinni á ferlum og þjónustu til hælisleitanda. Já og hvað er eiginlega málið með allar þessar stofnanir og nefndir? Sumar þjóna sínum tilgangi ágætlega og gera það jafnvel á skilvirkan hátt en tugir og hundruð af þeim í 330.000 íbúa landi – hvernig ætli Siemens myndi ganga með þess háttar stjórnskipulag? Maður spyr sig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Mikið er til af kenningum og matsaðferðum við að meta árangur og stjórnun skipulagsheilda. Án þess að fara í saumana á muninum á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, viðskiptafræði og stjórnun má velta fyrir sér af hverju það virðist svona flókið að stjórna landi eins og Íslandi, með um 330.000 íbúa. Hjá Siemens starfa til dæmis um 350.000 manns og hjá Securitas starfa um 330.000 manns. Afburðastjórnendur hafa hagsmuni allra lykilhagsmunaaðila að leiðarljósi og vinna stöðugt að því að bæta ánægju þeirra allra. Það er sem sagt ekki talin góð stjórnun að þjóna helst vinum, vandamönnum eða öðrum sem stjórnendur kæra sig mest um. Afburðaforysta felur einnig í sér að þróa hlutverk, framtíðarsýn og góð gildi sem er fylgt eftir. Það er auðvelt að ímynda sér að meginhlutverk ríkisstjórnar sé einmitt þessi stjórnun og umbætur á þörfum og væntingum íbúa. Ef framtíðarsýnin byggðist á einhvers konar metnaði má auðveldlega ímynda sér að hún fæli í sér að það væri einstaklega gott að búa á Íslandi. Að minnsta kosti jafngott og í nágrannalöndunum eða jafnvel betra. Að allir hafi nauðsynlegan aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn þurfi að verða gjaldþrota vegna veikinda. Að almennir borgarar geti eignast húsnæðið sitt ef þeim sýnist svo. Að almennir borgarar geti leigt húsnæði ef þeim sýnist svo. Að nemendur séu styrktir til náms. Að frumkvöðlar séu styrktir til framkvæmda. Að foreldrar geti verið heima með börnunum sínum ef þeim sýnist svo. Að lítil börn og gamalt fólk geti fengið hollan og næringarríkan mat. Að almennir borgarar hætti að greiða fyrir vitleysingagang þeirra ríku. Fjárdráttur, mútuþægni, lygar, hroki, geymsla fjármagns í skattaskjólum og vinalýðræði teljast varla góð gildi í nútímaþjóðfélagi.Fyrirmynd annarra í siðferði Afburðastjórnendur eru fyrirmynd annarra í siðferði en margt bendir til þess að almennir borgarar á Íslandi hafi betra siðferði en sumar hverjar af svokölluðum fyrirmyndum. Afburðastjórnendur eru einnig góðir að virkja aðra með sér en fjölmargir stjórnmálamenn á Íslandi í dag eiga í mesta basli með að virkja eigin stjórnmálaflokk – hvað þá aðra. Traust, virðing, auðmýkt og jafningabragur eru einnig oft nefnd sem einkenni afburðastjórnenda. Sumir þeirra eru jafnvel fljótir að axla persónulega ábyrgð þegar miður fer en þakka samstarfsmönnum sínum og undirmönnum þegar vel gengur. Þetta er allt hluti af því að taka persónulega ábyrgð á ævarandi uppbyggingu á framúrskarandi samstarfsmenningu. Almennir borgarar geta auðveldlega fengið kvíðakast af að horfa á starfshættina á Alþingi og þá átakamenningu sem þar ríkir. Alls ekki svo framúrskarandi. Afburðastjórnendur sjá einnig til þess að ferli og þjónusta séu vel hönnuð, vel stjórnað og stöðugt bætt til að bæta ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Það eru til vel reknar skipulagsheildir á vegum hins opinbera. ÁTVR er þar gott dæmi og hefur unnið til ýmiss konar stjórnunarverðlauna sem undirstrikar það. Aðra sögu er að segja um nokkrar aðrar. Sjúklingar, aldraðir og leikskólabörn eru móttakendur þjónustu – viðskiptavinir. Alþingismenn hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi vegna lélegs skipulags á Alþingi. Að verklagið þar bitni beinlínis á þjóðinni. Góð hönnun kostar ekki pening, hún sparar pening og eykur þjónustu. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið vilji ekki gera sitt besta. Forystan er brotin og almennur starfsmaður hefur lítil eða engin völd til umbóta. Afburðastjórnendur hafa jafnrétti í hávegum og fólki er ekki mismunað vegna kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Tiltekinn stjórnmálaflokkur virðist hafa einstaka velþóknun á miðaldra hvítum karlmönnum og tiltekin stofnun virðist ekki geta haft lágmarks mannréttindi að leiðarljósi í hönnun sinni á ferlum og þjónustu til hælisleitanda. Já og hvað er eiginlega málið með allar þessar stofnanir og nefndir? Sumar þjóna sínum tilgangi ágætlega og gera það jafnvel á skilvirkan hátt en tugir og hundruð af þeim í 330.000 íbúa landi – hvernig ætli Siemens myndi ganga með þess háttar stjórnskipulag? Maður spyr sig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun