Nokkur orð um jafnrétti Erla Björg Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2016 14:48 Flesta daga finnst mér við hafa náð nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi og amk. á hverju 10 ára tímabili sé merkjanlegur munur til hins betra. Ég man eftir því, sem barn, að hafa skammað mömmu mína fyrir að vera ekki nægilega þakklát fyrir það að pabbi skyldi yfirleitt taka þátt í heimilisstörfum. Ég man að þá spurði hún hvort mér þætti að það ætti að þakka körlum fyrir að taka þátt í sameiginlegu heimilishaldi. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér, afhverju konur vinna fleiri störf á heimilum en karlar. Ég sá bara að þannig var það á flestum öðrum stöðum og mín upplifun var á þann veg að pabbi hlyti að vera að hjálpa mömmu með verkefnin hennar. Við hjónin göngum jafnt í öll heimilisverk og höfum lagt áherslu á að börnin okkar taki þátt í þeim líka. Heimilisstörf þarf að læra og með þátttöku í þeim finna börnin að það munar um þau og að þau skipta máli í fjölskyldunni. Einu sinni spurði ég son minn, þá níu ára, hvort það væri ekki hans dagur í þvottahúsinu og hvort hann ætti ekki eftir að ganga frá þvottinum af snúrunni. Hann snéri sér að mér hinn versti og tilkynnti mér að ég væri húsmóðir á heimilinu og það væri mitt verkefni en ekki hans að ganga frá þvotti. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi forpokaða karlremba míns níu ára gamla sonar var sprottin en kannski skrifar hann sjálfur um það pistil að 30 árum liðnum. Drengurinn er flinkur í þvottinum og almennt liðtækur í heimilisstörfum og sannarlega vona ég að eftir 30 ár þurfi ekki greinaskrif til að minna á mikilvægi jafnréttis. Við höfum ekki náð jafnrétti á Íslandi. Erfið staða feðra í forsjármálum, kynbundinn launamunur og ójafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum eru bara nokkur dæmi sem sanna að við megum ekki sofna á verðinum og betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif eru væntingar. Við þurfum að hafa væntingar til kvenna og fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar. Þeir yfirmenn sem hafa konur sem samstarfsmenn geta brotið valda- og möguleikakerfið með því að gefa konunum sömu tækifæri og körlunum. Reyndin er sú að það er hvorutveggja í senn uppbyggjandi og efnahagslega skynsamlegt. Á fundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í lok september sl. rakti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hvernig það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fól Jóhönnu Sigurðardóttur að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn í febrúar 2009 og að það hafi verið fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi með jöfnum kynjahlutföllum. Það var Jóhanna sem skipaði Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra áramótin 2011/2012 og fól þar með fyrstu konunni að gegna því veigamikla embætti. Ég er stolt af því að Samfylkingin skuli vera feminískur flokkur og mér þykir vænt um að fá að tilheyra þeim glæsilega hópi karla og kvenna sem vilja berjast fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Mikið þætti mér vænt um ef þú myndir kjósa okkur. Erla Björg Guðmundsdóttir Skipar 2. sæti á lista Samfylkingar í NA kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Flesta daga finnst mér við hafa náð nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi og amk. á hverju 10 ára tímabili sé merkjanlegur munur til hins betra. Ég man eftir því, sem barn, að hafa skammað mömmu mína fyrir að vera ekki nægilega þakklát fyrir það að pabbi skyldi yfirleitt taka þátt í heimilisstörfum. Ég man að þá spurði hún hvort mér þætti að það ætti að þakka körlum fyrir að taka þátt í sameiginlegu heimilishaldi. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér, afhverju konur vinna fleiri störf á heimilum en karlar. Ég sá bara að þannig var það á flestum öðrum stöðum og mín upplifun var á þann veg að pabbi hlyti að vera að hjálpa mömmu með verkefnin hennar. Við hjónin göngum jafnt í öll heimilisverk og höfum lagt áherslu á að börnin okkar taki þátt í þeim líka. Heimilisstörf þarf að læra og með þátttöku í þeim finna börnin að það munar um þau og að þau skipta máli í fjölskyldunni. Einu sinni spurði ég son minn, þá níu ára, hvort það væri ekki hans dagur í þvottahúsinu og hvort hann ætti ekki eftir að ganga frá þvottinum af snúrunni. Hann snéri sér að mér hinn versti og tilkynnti mér að ég væri húsmóðir á heimilinu og það væri mitt verkefni en ekki hans að ganga frá þvotti. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi forpokaða karlremba míns níu ára gamla sonar var sprottin en kannski skrifar hann sjálfur um það pistil að 30 árum liðnum. Drengurinn er flinkur í þvottinum og almennt liðtækur í heimilisstörfum og sannarlega vona ég að eftir 30 ár þurfi ekki greinaskrif til að minna á mikilvægi jafnréttis. Við höfum ekki náð jafnrétti á Íslandi. Erfið staða feðra í forsjármálum, kynbundinn launamunur og ójafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum eru bara nokkur dæmi sem sanna að við megum ekki sofna á verðinum og betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif eru væntingar. Við þurfum að hafa væntingar til kvenna og fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar. Þeir yfirmenn sem hafa konur sem samstarfsmenn geta brotið valda- og möguleikakerfið með því að gefa konunum sömu tækifæri og körlunum. Reyndin er sú að það er hvorutveggja í senn uppbyggjandi og efnahagslega skynsamlegt. Á fundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í lok september sl. rakti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hvernig það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fól Jóhönnu Sigurðardóttur að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn í febrúar 2009 og að það hafi verið fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi með jöfnum kynjahlutföllum. Það var Jóhanna sem skipaði Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra áramótin 2011/2012 og fól þar með fyrstu konunni að gegna því veigamikla embætti. Ég er stolt af því að Samfylkingin skuli vera feminískur flokkur og mér þykir vænt um að fá að tilheyra þeim glæsilega hópi karla og kvenna sem vilja berjast fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Mikið þætti mér vænt um ef þú myndir kjósa okkur. Erla Björg Guðmundsdóttir Skipar 2. sæti á lista Samfylkingar í NA kjördæmi
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar